Berlusconi og beddi Pútíns

Berlusconi og beddi Pútíns Heimsókn á hárgreiðslustofuna getur verið bæði fróðleg og skemmtileg ef evrópsku slúðurblöðin eru við hendina.   Berlusconi

Fréttir

Berlusconi og beddi Pútíns

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Heimsókn á hárgreiðslustofuna getur verið bæði fróðleg og skemmtileg ef evrópsku slúðurblöðin eru við hendina.Wink

  Berlusconi er valdamesti  maður Ítalíu, milljónamæringur og fjölmiðlakóngur. Hann er 73 ára gamall og hefur passað uppá að láta "framkalla sig" eins og það er stundum kallað: lita hárið, þétta hársvörðinn með ígræðslum og slétta úr hrukkum. Lífsgleði sína sýnir hann m.a. með því að flagga fögrum konum í föruneyti sínu og helst mörgum í senn. Í vikunni lét hann svo hafa eftir sér að hann væri enginn "engill".

Veronica Lario&Silvio BerlusconiPólitískur ferill Berlusconis hefur tekið mikla dýfu á síðustu mánuðum og vinsældir hans mælast í lágmarki. Núverandi eiginkona hans hin glæsilega Veronica Lario hefur sótt um skilnað og fulltrúum kirkjunnar fundist ástæða til að hnykkja sérstaklega á því opinberlega að enn sé það fjölskyldan sem sé hornsteinn samfélagsins á Ítalíu þrátt fyrir meint hliðarspor herrans í brúnni en þá umföllun segir forsetinn einfaldlega vera áróður vinstrisinna.

 

PATRIZIA-D'Addario Fylgdarkonur hafa hver af annarri komið í viðtöl hjá ítölskum fjölmiðlum og selt þeim sögur sínar af nánum kynnum við kappann.  Noemi Letizia

Þann 18.maí í vor birtist viðtal við unga stúlku Naomi Letizia sem sýndi hálsmen sem "papi Berlusconi" hafði gefið henni í afmælisgjöf á nýafstöðnu 18 ára afmælinu hennar. Í kjölfarið náðu kvennasögur af karli nýjum hæðum.

Í meðfylgjandi frétt segir frá annari fylgdarkonu Patriziu D'Addario sem hefur til sölu upptöku af samtali sínu við Berlusconi. Á upptökunni kemur fram að 30 forsögulegar grafir sé að finna á landareign hans. Þetta hefur vakið athygli fjölmiðla umfram margt annað en opinber tilkynning um fornleifarnar hefur aldrei komið fram!

Annað sem hefur minna fréttagildi en er broslegt eins og svo magt sem fjallað er um karlinn Silvio þessi misserin:

Pútín&Berlusconi Hún segist "bíða hans í rúminu hans Pútíns!". Berlusconi ku hafa sérstaka ánægju af að vitna til þess að Pútín hafi gist hjá sér og sofiðí þessu tiltekna rúmi. Hvort Pútín grunaði þá að beddinn yrði forsetanum til sérstakrar hvatningar í hans lífsleikni með fylgdarkonunum.... Wink Tounge

_____________

Á sjónvarpsstöðvum í eigu Berlusconis og eru reknar af börnum hans frá fyrsta hjónabandi eru leikjaþættir vinsælir. Ungar léttklæddar konur sem enn eru að borga af lýtaaðgerðinni spígspora eins og fatafellur í skini ljóskastaranna. Bert hold og kæruleysisleg framkoma er óskrifuð regla. Allt er þetta gert til að auka áhorfið. Og það virkar.  Lítill munur er á leikjaþáttunum og kvöldfréttum. Íþróttafréttir eru gjarnan sagðar af klæðlítilli fegurðardís sem hreyfir sig viðstöðulaust og eggjandi á meðan á frásögn stendur (... og hvað höfum við svo á RÚV - Bjarna Fel!GetLost)

with Barbara Matera Barbara-Matera_1 Stundum eru fatafellutilburðir ekki bundnir við upptökuverin. Sumar fréttakonur þurfa varla að skipta um starfsvettvang. Hin umtalaða Barbara Matera tók 18 ára gömul þátt í keppninni um ungfrú Ítalíu og var ekki orðin 22 ára þegar hún gerðist þula hjá ríkissjónvarpsstöðinniRai Uno. Sex árum síðar, nú í sumarbyrjun, flaug hún inn á Evrópuþingið sem fulltrúi hægri flokks Silvios Berlusconi forsætisráðherra. Sjálf lýsti hún sigrinum sem femínískum áfangasigri. Með kjörinu hefði hún brotið niður þá fordóma að fegurð og andlegt atgervi fari ekki saman

 _____________________

Á Ítalíu er það ennþá almennt svo að karlmenn stjórna fjármagninu en staðreyndin er sú að sífellt fleiri konur stjórna neyslu heimilanna. Á Norðurlöndum (fyrir utan Ísland) breyttist þetta fyrir 20-30 árum síðan. Þar skreyta ekki lengur fáklæddar konur bílaauglýsingar né eru venjuleg fréttablöð með berbrjósta konur á blaðsíðunum. Alla vega ekki ef þau vilja láta taka sig alvarlega, ekki öll blöð vilja það 

- en Berlusconi hefur aldrei svo vitað sé

Berlusconi under pressure - gert kauptilboð í skandinavískar sjónvarpsstöðvar.GrinTounge


mbl.is 30 Fönikíumenn hjá Berlusconi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

 

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst