Besti dagur ársins
"Skólasetningardagur er besti dagur ársins, ekkert er skemmtilegra en fá nemendurna aftur, þau eru allt of lengi í burtu!" segir Lára Stefánsdóttir skólastýra á fésbókarsíðu sinni en skólasetning var í MTR í gærdag.
Fimmta starfsár Menntaskólans á Tröllaskaga er hafið. Lára Stefánsdóttir, skólameistari setti skólann í Tjarnarborg í morgun. Hún hvatti nemendur til að finna fjársjóðinn í sjálfum sér og muna að þeir væru að mennta sig í eigin þágu til að geta átt gott og gæfuríkt líf.
Í dag eru skráðir 215 nemendur í skólann, 145 dagskólanemendur og 70 fjarnemar. Starfsmenn eru 24, langflestir í fullu starfi. Skólinn hefur verið fullsetinn í tvö ár. Aðeins tók tvö ár ná þeirri stærð sem reiknað hafði verið með við undirbúning að stofnun hans.
Athugasemdir