Biggi Sævars og Hljómsveit í Allanum á föstudagskvöld.

Biggi Sævars og Hljómsveit í Allanum á föstudagskvöld. Ég heyrði af því að það væri eitthvað klassaband á leiðinni í fjörðinn til þess að halda

Fréttir

Biggi Sævars og Hljómsveit í Allanum á föstudagskvöld.

Biggi Sævars og Hljómsveit í Allanum á föstudagskvöld.

 
Ég heyrði af því að það væri eitthvað klassaband á leiðinni í fjörðinn til þess að halda almennilegt sveitaball fyrir Fjallbyggðinga og nær og fjær sveitamenn. Ég ákvað að hafa senda Bigga Sævars línu í tölvupósti svona rétt til að tékka hvernig stemmingin væri fyrir ballinu og hvernig hljómsveitin er uppsett hjá strákunum, en ég fékk fréttir af því að það væri Siglfirðingur í sveitinni sem er bara alls ekki verra, jafnvel bara miklu betra og þá dreg ég frekar úr en hitt. 
 
Þetta er svarið sem ég fékk frá Bigga Sævars.
 
Biggi Sævars og Hljómsveit kom fyrst fram saman árið 2011 og spiluðu þá nokkur böll. Við erum allir mikið í tónlist og er þetta atvinna okkar flestra. Sjálfur hef ég unnið síðustu 5 ár sem mestbókaðasti trúbador landsins og haft það sem atvinnu.
 Ég tók einnig þátt í sjónvarpsþáttunum Bandið hans Bubba og hafnaði þar í 6 sæti. Síðustu ár hef ég líka komið fram sem gítarleikari og bakraddarsöngvari hjá hljómsveitinni Dalton.
 Maggi Magg trommuleikari er þaulvanur trommusettinu. Hann spilaði á árum áður í þungarokksveitinni andlát sem unnu músíktilraunir fyrir ca. 10 árum síðan. Síðan þá hefur hann mikið leyst af í hljómsveitum eins og Skítamórall, Ingó og veðurguðunum og mörgum fleirum. Svo er hann líka trommarinn í ballsveitinni Dalton. Hann er þekktur fyrir að geta spilað nokkurnveginn allt og af sjálfsögðu fyrir að vera sonur goðsagnakennda Magnúsar Eiríkssonar tónlistarmanns og lagahöfundar.
 Gítarleikarinn er Davíð Sigurgeirsson, sonur Sigurgeirss Sigmunds úr Gildrunni og Klaufum. Davíð var lengi og vel gítarleikari í Dalton. Eftir það tók hann við sem gítarleikari í Svörtum Fötum og var það í nokkur ár, einnig er hann gítarleikari Jóhönnu Guðrúnu. Hann leysir mikið af í Ingó og Veðurguðunum, jón jónssyni og fleiri böndum.
 Brynjar Páll eða Binni Bassi er svo bassaleikari sveitarinnar. Hann er siglfirðingurinn í hópnum og er sonur Bjössa Birgis og Álfhildar Þormóðs. Hann hefur spilað með Múgsefjun og Mars undanfarin ár. Einnig var hann bassaleikari í Fjallabræðrum um tíma og hefur komið mikið fram með ýmsum sveitum eins og Dalton, BeeBee and the bluebirds og fleirum.
 
Davíð kemst því miður ekki um helgina reyndar þar sem hann er upptekinn að spila með Ingó og veðurguðunum. En í stað hans kemur Svenni Páls úr Silfur og Áttavilt sem gerðu það gott í ballbransanum hér á árum áður.
 
Ef Ólöf lofar mun ég skella mér á ball. (Ef hún lofar ekki, þá bíð ég eftir því að hún sofni og skelli mér svo á ball).

Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst