Björgunarsveitin Strákar óskar eftir mönnum í áhöfn Björgunarskipsins Sigurvins

Björgunarsveitin Strákar óskar eftir mönnum í áhöfn Björgunarskipsins Sigurvins Eins og allir vita þá þarf starfsemi björgunarskips eins og Sigurvin er,

Fréttir

Björgunarsveitin Strákar óskar eftir mönnum í áhöfn Björgunarskipsins Sigurvins

Mynd / Jón Ólafur Björgvinsson
Mynd / Jón Ólafur Björgvinsson

Björgunarsveitin Strákar óskar eftir mönnum í áhöfn Björgunarskipsins Sigurvins.

Eins og allir vita þá þarf starfsemi björgunarskips eins og Sigurvin er, að vera í föstum og góðum skorðum til þess að öryggi sjófarenda sé sem mest.

Erfitt hefur verið að manna skipið upp á síðkastið og hefur það að mestu leyti verið á herðum 2-4 manna sem er einfaldlega of fáir fyrir skip eins og Sigurvin er.

Reynt hefur verið að virkja fleiri í áhöfn skipsins en það hefur gengið upp og ofan og þar af leiðandi leytum við til ykkar með von um að við fáum fleiri virka félaga. 

Okkar vantar sérstaklega menn með vélstjórnar og skipstjórnar réttindi sem geta gefið sér tíma í það að vera í áhöfn skipsins. 

Ef þú hefur áhuga mátt þú endilega senda okkur línu á kveldulfur@simnet.is

Jón Hrólfur Baldursson, formaður Björgunarsveitarinnar Stráka


Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst