Bjórverksmiðja á Sigló

Bjórverksmiðja á Sigló Það er mikið að gerast í suðurenda gamla frystihússins við Vetrarbrautina hér á Sigló. Hér er verið að undirbúa opnun nýrrar

Fréttir

Bjórverksmiðja á Sigló

Bjórverksmiðjan Segull 67 fer bráðlega í gang
Bjórverksmiðjan Segull 67 fer bráðlega í gang

Það er mikið að gerast í suðurenda gamla frystihússins við Vetrarbrautina hér á Sigló.

Hér er verið að undirbúa opnun nýrrar bjórverksmiðju sem mun vonandi geta skilað sinni fyrstu framleiðslu til okkar fyrir jól.

Fréttaritari Sigló.is hitti þarna einn af eigendum Segull 67, Marteinn B Haraldsson (Yngri) en hann er sonur Haralds Marteinssonar og Kolbrúnar Gunnarsdóttur, en foreldrar Marteins eru meðeigendur og líka afi Marteinn Haraldsson.

Þetta er sem sagt lítið fjölskyldufyrirtæki þar sem Marteinn yngri er eini starfsmaðurinn, en hann fær síðan hjálp frá fjölskyldumeðlimum þegar þörf er á.

Nafnið Segull 67 er komið frá kompásnálinni í skipakompás og 67 er happatala afa og hans gamla bílnúmer, F 67. Einnig má tengja þetta við breiddargráðuna 67 ef maður vill.

Marteinn B Haraldsson heldur í gömlu lúguna þar sem pönnunum var áður fyrr matað inn í frystiklefann.

Marteinn byrjar á að sýna undirrituðum móttökusal í suður enda hússins, þar er búið að brjóta upp og opna gaflinn og setja þar fallega glugga og hurðir sem  heypa inn góðri birtu í það sem áður var pönnumóttaka frystihússins og á efri hæðinni en þar var vinnslusalur hússins.

Þessi staður vekur upp skemmtilegar minningar umm sumarvinnu með hörkuköllum sem gerðu mann að manni.
Hörkuvinna að vera í pönnunum en mikið hlegið alla daga.

Það er aðdáunarvert að sjá að Marteinn vill að þessi saga sjáist, að gestirnir sem koma í mótökusalinn til að smakka á guðaveigunum viti að að þeir séu að koma inn í gamalt frystihús í nýju hlutverki.

Þarna er einþá gamla frystiklefa gatið og stóra hurðin sem og lúgan í loftinu þar sem pönnurnar komu niður úr vinnslusalnum uppi.

Veggirnir eru líka að mestu látnir halda sér með sinni gömlu slitnu hvítu málningu og aðeins lakkað yfir með glæru lakki.

Marteinn í móttökusalnum í suður enda hússins.

Við göngum síðan í gegnum stóru þykku frystiklefahurðina og inn í sjálfa verksmiðjuna með bruggker í röðum og sjálfa bruggstöðina í norður endanum á þessu stóra rími. Hér eru 3 menn og Marteinn að vinna á fullu við allskonar frágang og smíðar.

Glæsilegur salur og mjög hátt til lofts.

Bruggker í röðum

Sjálf bruggstöðin í norðurendanum á gamla frystiklefanum. 

Við förum síðan smá krókaleið til að komast upp í gamla vinnslusalinn en verið er að byggja nýjan stiga í suðurendanum til að komast upp í það sem Marteinn segir stoltur að verði listasalur með nægu veggja og gólfplássi fyrir allskonar sýningar, einnig er hægt að setja hér inn langborð fyrir fundi og annað, þessi salur býður upp á endalausa möguleika.

Marteinn stendur þarna í suðurenda gamla vinnslusalarins og bendir á hvar nýr stigi verður staðsettur. Mikið ljós streymir inn um nýjan stóran glugga á gaflinum.

Þetta verður nú alveg frábært, hugsar undirritaður og góð búbót fyrir okkur Siglfirðinga og gesti bæjarins og maður verður að dáðst að þeim dugnaði og þeirri gleði sem skín úr augum þessa unga manns sem er að fara að sjá draum sinn rætast.

Og hvenær hefst svo framleiðslan ? 

"Öll leyfi og allt svoleiðis er klárt, en við bíðum eftir niðurstöðum frá heilbrigðisstofnun varðandi vatnsgæði en við vitum nú þegar að vatnið er gott og passar til bjórbruggunnar.

Við munum hefja prufu framleiðslu fljótlega og reiknum með að hafa tilbúinn góðan bjór fyrir jólamarkaðinn, síðan er meininginn að gera góðan ljósan bjór og einnig hafa sérbruggun tengda árstíðum eins og jólum, páskum og sumartíma"

Takk fyrir spjallið og fína göngu um húsið og gangi ykkur allt í haginn með framhaldið.

Hér má lesa viðtal við Marteinn á Vísir.ís

Hér komu pönnurnar niður úr vinnslusalnum

Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson 


Athugasemdir

02.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst