Blakað á Dalvík

Blakað á Dalvík Héðinsfjarðargöngin hafa breytt miklu hér á Siglufirði nú þegar og í sumar held ég að við sjáum í raun hversu miklu þau breyta fyrir

Fréttir

Blakað á Dalvík

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson
Héðinsfjarðargöngin hafa breytt miklu hér á Siglufirði nú þegar og í sumar held ég að við sjáum í raun hversu miklu þau breyta fyrir okkur því ég hef trú á að hér verði algjör sprenging í ferðamennskunni. Íþróttalífið fer ekki varhluta af opnun ganganna, hér hafa að undanförnu verið haldin tvö stór íþróttamót þar sem leikið hefur verið í íþróttahúsunum í báðum byggðarkjörnum,Íslandsmót yngri flokka í badminton og öldungamót í blaki, og tókust bæði eins og best verður á kosið. Síðasta miðvikudag renndi hópur siglfirskra blakara inn á Dalvík og lék gegn heimamönnum og þeir munu heimsækja okkur fljótlega. Göngin hafa auðveldað lífið fyrir okkur íþróttafólkið til mikilla muna, fjölgað kostum, lækkað ferðakostnað og gert okkur kleift að rækta betur sambönd við vini okkar í Eyjafirðinum.

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst