Blakhelgi framundan á Siglufirði

Blakhelgi framundan á Siglufirði Nú um helgina fer fram fyrsta túneringin í Íslandsmóti 3.-5.deild kvenna í íþróttahúsinu á Siglufirði. 24 kvennalið vís

Fréttir

Blakhelgi framundan á Siglufirði

Nú um helgina fer fram fyrsta túneringin í Íslandsmóti 3.-5.deild kvenna í íþróttahúsinu á Siglufirði. 24 kvennalið vís vegar af landinu mæta til leiks og eru 8 lið í hverri deild. Leikir hefjast kl 08:00 báða dagana og áætlað er að leikjum ljúki kl 20:00 á laugardeginum og 16:00 á sunnudeginum.

Tvö heimalið taka þátt á mótinu undir merkjum Glóa, en það er annars vegar Súlur sem spila í 4.deild og hins vegar Skriður sem spila í 5.deild.

Á laugardeginum er áætlað að Súlur spili kl 10, 14 og 18 en Skriður kl 11, 15 og 19. Á sunnudeginum spila Skriður kl 10 og 14 en Súlur kl 11 og 15.

Bæjarbúar eru hvattir til að kíkja í íþróttahúsið á Siglufirði um helgina og hvetja liðin áfram en blakíþróttin er gríðarlega vinsæl í Fjallabyggð og kringum 100 iðkendur sem stunda íþróttina.


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst