Blakklúbbarnir á Tröllaskaga sækja um Öldungamótið í blaki 2012
sksiglo.is | Íþróttir | 21.04.2011 | 22:20 | Siglosport | Lestrar 679 | Athugasemdir ( )
Blakklúbbarnir á Tröllaskaga Hyrnan, Súlur og Rimar frá Dalvík sem standa saman að umsókninni. Blakíþróttin á djúpar og sterkar rætur á Tröllaskaga og hefur verið ómissandi hluti af íþróttalífinu á Siglufjarði í um 40 ár og á Dalvík í um 25 ár. Blakklúbburinn Hyrnan á Siglufirði er meðal annars 40 ára á þessu ári og af því tilefni sækja Blakklúbbarnir á Tröllaskaga um að halda 37. Íslandsmót öldunga í blaki dagana 3.-5.maí 2012
Öldungur mótsins er tilnefndur: Óskar Þórðarson.
Blakklúbburinn Hyrnan á Siglufirði hefur verið með á Íslandsmótinu frá upphafi og innan hans eru virkir félagar sem hafa tekið þátt á öllum mótunum. Súlurnar á Siglufirði tóku fyrst þátt á mótinu árið 1980 þegar mótið var haldið á Siglufirði og hafa tekið þátt á öllum mótunum síðan þá. Blakklúbburinn Rimar á Dalvík tók fyrst þátt á mótinu 1990.
Með tilkomu Héðinsfjarðargangna og sameiningar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í Fjallabyggð ásamt hinum rótgrónu Múlagöngum og tengingar við Dalvíkurbyggð þá getum við boðið upp á níu velli í þremur íþróttahúsum í bæjarfélögunum. Þreksalur og sundlaug eru í sömu byggingu á öllum þremur stöðunum. Einungis 30 mínútna akstur er á milli Siglufjarðar og Dalvíkur og er Ólafsfjörður mitt á milli þessara staða. Hótel, gistihús, veitingarstaðir, söfn, verslanir og önnur þjónusta er í öllum þremur bæjarkjörnunum ásamt fjölbreyttu afþreyingarvali. Siglfirðingar eru þekktir fyrir að taka vel á móti gestum eins og þeir sem sótt hafa Siglómótið undanfarin ár geta vitnað um. Dalvíkingar tóku í notkun nýtt glæsilegt íþróttahús síðastliðið haust og héldu glæsilegt vígslumót af því tilefni.
Mikil gróska er í blakinu á Tröllaskagasvæðinu og til marks um það þá eru 8 lið frá félögunum skráð á Öldungamótið í Eyjum. Það að fá mótið á svæðið gæti ýtt enn frekar undir þá grósku og vonandi orðið til þess að grundvöllur skapist fyrir yngri flokka blak.
Öldungamótið hefur verið haldið 4 sinnum á Siglufirði og síðast árið 1998, en þá voru liðin í kringum 70 talsins og spilað á þremur völlum. Síðan þá hefur mótið vaxið mikið og það yrði okkur mikill heiður að fá þann möguleika að undirbúa og framkvæma öldungamótið árið 2012.
Með blakkveðju frá Tröllaskaga
Öldungur mótsins er tilnefndur: Óskar Þórðarson.
Blakklúbburinn Hyrnan á Siglufirði hefur verið með á Íslandsmótinu frá upphafi og innan hans eru virkir félagar sem hafa tekið þátt á öllum mótunum. Súlurnar á Siglufirði tóku fyrst þátt á mótinu árið 1980 þegar mótið var haldið á Siglufirði og hafa tekið þátt á öllum mótunum síðan þá. Blakklúbburinn Rimar á Dalvík tók fyrst þátt á mótinu 1990.
Með tilkomu Héðinsfjarðargangna og sameiningar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í Fjallabyggð ásamt hinum rótgrónu Múlagöngum og tengingar við Dalvíkurbyggð þá getum við boðið upp á níu velli í þremur íþróttahúsum í bæjarfélögunum. Þreksalur og sundlaug eru í sömu byggingu á öllum þremur stöðunum. Einungis 30 mínútna akstur er á milli Siglufjarðar og Dalvíkur og er Ólafsfjörður mitt á milli þessara staða. Hótel, gistihús, veitingarstaðir, söfn, verslanir og önnur þjónusta er í öllum þremur bæjarkjörnunum ásamt fjölbreyttu afþreyingarvali. Siglfirðingar eru þekktir fyrir að taka vel á móti gestum eins og þeir sem sótt hafa Siglómótið undanfarin ár geta vitnað um. Dalvíkingar tóku í notkun nýtt glæsilegt íþróttahús síðastliðið haust og héldu glæsilegt vígslumót af því tilefni.
Mikil gróska er í blakinu á Tröllaskagasvæðinu og til marks um það þá eru 8 lið frá félögunum skráð á Öldungamótið í Eyjum. Það að fá mótið á svæðið gæti ýtt enn frekar undir þá grósku og vonandi orðið til þess að grundvöllur skapist fyrir yngri flokka blak.
Öldungamótið hefur verið haldið 4 sinnum á Siglufirði og síðast árið 1998, en þá voru liðin í kringum 70 talsins og spilað á þremur völlum. Síðan þá hefur mótið vaxið mikið og það yrði okkur mikill heiður að fá þann möguleika að undirbúa og framkvæma öldungamótið árið 2012.
Með blakkveðju frá Tröllaskaga
Athugasemdir