Blakliðin frá Sigló kepptu á Akureyri

Blakliðin frá Sigló kepptu á Akureyri Um síðustu helgi var Skautamótið í blaki haldið á Akureyri. Að sjálfsögðu voru blaklið frá Siglufirði að keppa en

Fréttir

Blakliðin frá Sigló kepptu á Akureyri

Um síðustu helgi var Skautamótið í blaki haldið á Akureyri.
 
Að sjálfsögðu voru blaklið frá Siglufirði að keppa en það voru Hyrnan A , Súlur 1 og 2 og Skriður eldri og yngri og stóðu liðin sig ágætlega.
 
Úrslit fóru þannig að lið Hyrnunnar A var í öðru sæti í sínum flokk og Súlur 1 í 10 sæti í fyrstu deild. Súlur 2 voru í þriðja sæti í annarri deild. Skriður yngri lentu í þriðja sæti og Skriður eldri lentu í sjöunda sæti í 4 deild. Ekkert lið frá Siglufirði spilaði í 3. deild.
 
Svo að sjálfsögðu náði ég nokkrum myndum að þessum eðal-blökurum. Reyndar náði ég bara myndum af Hyrnu mönnum og Skriðum eldri vegna þess að ég var að passa fyrir hana Ólöfu og það var eiginlega vonlaust að hafa eina eins árs gamla og eina fimm ára prílandi í stigum, grindverkinu eða eiginlega bara öllu sem hönd á festi þarna þannig að ég fór með þær að kaupa hamborgara og ís.
 
blakHér eru Skriður eldri að gera sig klárar fyrir keppni.
 
blakHér er Edda Henný að hita upp.
 
blakSkriður eldri í svörtum og gulum búningum.
 
blakKlappliðið.
 
blakDanni með banana og Steinar fylgist alveg snarspenntur með.
 
blakSiggi að sýna taktana.
 
blakOg Gulli Stebbi að sýna færnina.
 
blakDanni Pétur að smassa.
 
blakAnna Hermína.
 
blakBryndís pósaði.
 
blakHelgi hélt með Gulla Stebba.
 
blakDagný Finns og Hanna Sigga fylgdust spenntar með Hyrnu mönnum vinna hvern leikinn á fætur öðrum.
 
blakÓskar að smassa.
 
 
 
 
 
 

Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst