BLUE NORTH MUSIC FESTIVAL HEFST Á MORGUN 26 júní

BLUE NORTH MUSIC FESTIVAL HEFST Á MORGUN 26 júní Föstudaginn 26. júní í Menningarhúsinu Tjarnarborg Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 Þetta kvöld munu

Fréttir

BLUE NORTH MUSIC FESTIVAL HEFST Á MORGUN 26 júní

Blues hátíð á Ólafsfirði
Blues hátíð á Ólafsfirði

Föstudaginn 26. júní í Menningarhúsinu Tjarnarborg
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00
Þetta kvöld munu hljómsveitirnar BBK-band og Dagur Sig og Blúsband leika.

BBK band skipa:
Halldór Bragason gítar, söngur. Sigurður Sigurðsson söngur, munnharpa. Jón Ólafsson bassi, söngur. Tryggvi Höfner gítar, Birgir Baldursson trommur.

Við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 28. mars sl. var Sigurður Sigurðsson, munnhörpuleikari og söngvari útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur.
Jón Ólafsson bassaleikari var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2014 fyrir framlag sitt blústónlistarinnar á Íslandi. Blústónlistinn hefur fylgt Jóni allan hans tónlistarferil. Hann vakti fyrst athygli sem bassaleikari Tatara, þá 16 ára gamall. Síðan hefur hann spilað með mörgum þekktustu og vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Pelican, Póker, Start og Vinum Dóra.
Halldór hefur komið að blúshátíðum víða um land, staðið fyrir námskeiðum og kennt fjölda manns að njót og spila blús. Halldór hefur spilað með mörgum virtustu blústónlistarmönnum samtímans, bæði á Blúshátíð í Reykjavík og erlendis, ýmist einn eða með hljómsveitunum sínum Vinum Dóra og The Blue Ice Band.


Dagur Sig og Blúsband er ungt og upprennandi blúsband. Hljómsveitin kom saman og spilaði á Blúshátíð 2015 og voru viðtökurnar svo góðar að ákveðið var að keyra bandið áfram. Síðan þá hafa þeir komið reglulega fram og fengið góðar viðtökur.
Dagur Sigurðsson söngvari bandsins á langan feril að baki þrátt fyrir ungan aldur og byrjaði að syngja blúsinn aðeins 15 ára gamall og 18 ára gamall tók hann þátt í Blúshátíð Kópavogs undir stjórn Björns Thoroddsen. Undanfarið hefur hann komið fram í ýmsum uppfærslum með Rigg hópnum. Má þar nefna heiðurstónleika Meatloaf, U2 o.fl. 
Í blúsbandinu eru frábærir tónlistarmenn. Það eru þeir Hjörtur Stephensen sem leikur á gítar af sinni alkunnu snilld. Rythmasveitina skipa svo Magnús Örn Magnússon á trommur og Steinþór Guðjónsson á bassa.

Texti og mynd: lánað frá heimasíðu Fjallabyggðar
NB 


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst