Bocciamót FM Trölla
sksiglo.is | Almennt | 06.03.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 222 | Athugasemdir ( )
Laugardaginn 1. mars var bocciamót í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Keppt var á milli Snerpu og Tröllabarna.
Í stuttu máli getum við einfaldlega sagt það að félagsmenn Snerpu hafi hreinlega rúllað Tröllabörnunum upp.
Það var samdóma álit hjá þeim Tröllabörnum að þessi íþrótt líti nú út fyrir að vera
auðveldari en hún er, og jafnframt mjög skemmtileg þau vilja endilega endurtaka þetta aftur.
Ég held að ég geti fullyrt það að Hrólfur hafi staðið sig langbezt af Tröllabörnunum og mér heyrðist það vera
samhljóma álit allra á svæðinu.
Úrslit voru þau að Íris og Þórhallur unnu mótið og Hjálmar og Jónas voru í öðru sæti og kepptu þau fyrir
hönd Snerpu. Ekkert af liðum Tröllabarna komst í úrslit.
Tröllabörn færðu keppendum Snerpu lítið páskaegg fyrir þátttökuna.
Eftirtaldir fá miklar þakkir frá Tröllabörnum fyrir aðstoð og góðan leik : Stína Þorgeirs , Pála Kristins, Karen Birgis,
Kristín Ágústa, Auður Kapitólta, Gunnar Óli, Baldur Jörgen og Tóti.
Tröllabörn þakka Guðnýju Sölva og Dóru Maju fyrir öll eggin.
Hér koma svo nokkrar myndir og svo miklu meira af myndum í hlekk undir.










Athugasemdir