Bocciamót FM Trölla

Bocciamót FM Trölla Laugardaginn 1. mars var bocciamót í íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppt var á milli Snerpu og Tröllabarna. Í stuttu máli getum við

Fréttir

Bocciamót FM Trölla

Laugardaginn 1. mars var bocciamót í íþróttahúsinu á Siglufirði. 

 
Keppt var á milli Snerpu og Tröllabarna.
 
Í stuttu máli getum við einfaldlega sagt það að félagsmenn Snerpu hafi hreinlega rúllað Tröllabörnunum upp.
 
Það var samdóma álit hjá þeim Tröllabörnum að þessi íþrótt líti nú út fyrir að vera auðveldari en hún er, og jafnframt mjög skemmtileg þau vilja endilega endurtaka þetta aftur. 
 
Ég held að ég geti fullyrt það að Hrólfur hafi staðið sig langbezt af Tröllabörnunum og mér heyrðist það vera samhljóma álit allra á svæðinu.
 
Úrslit voru þau að Íris og Þórhallur unnu mótið og Hjálmar og Jónas voru í öðru sæti og kepptu þau fyrir hönd Snerpu. Ekkert af liðum Tröllabarna komst í úrslit.
 
Tröllabörn færðu keppendum Snerpu lítið páskaegg fyrir þátttökuna.
 
Eftirtaldir fá miklar þakkir frá Tröllabörnum fyrir aðstoð og góðan leik : Stína Þorgeirs , Pála Kristins, Karen Birgis, Kristín Ágústa, Auður Kapitólta, Gunnar Óli, Baldur Jörgen og Tóti.
 
Tröllabörn þakka Guðnýju Sölva og Dóru Maju fyrir öll eggin.
 
Hér koma svo nokkrar myndir og svo miklu meira af myndum í hlekk undir.
 
bocciaHrafnhildur Sverrisdóttir og Arnar Ólafsson
 
bocciaHér er verið að bíða eftir því að leikur hefjist.
 
bocciaÞessi voru öll hress og hreinlega rúlluðu Tröllabörnunum upp.
 
bocciaJónas og Sveinn Þorsteins. Sveinn Þór lengst til hægri.
 
bocciaHelga Hermannsdóttir að útskýra reglurnar og Gunnar Smári tæknitröll fylgist spenntur með.
 
bocciaSveinn að kasta.
 
bocciaBaldur Jörgen mætti í sínu fínasta pússi. Baldur keppti fyrir hönd Tröllabarna með bróður sínum Daníel. Það fer engum sögum af því hvernig þeir stóðu sig.
 
bocciaHér er Anna Kristins að kasta kúlunni.
 
bocciaíris að kasta.
 
bocciaÞar sem þetta var styrktarmót fyrir Snerpu þá var að sjálfsögðu hægt að styrkja á staðnum. Hér er Helgi Magg að setja nokkra þúsundkalla í skálina. Ég held að ég sé ekki að ljúga neinu en þetta var líklega í annað skiptið sem Helgi fyllti á körfuna og var ekki spar á peninginn. Glæsilega gert hjá Helga.
 

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst