Brallað við bryggjuna
sksiglo.is | Almennt | 31.07.2010 | 12:54 | Bergþór Morthens | Lestrar 484 | Athugasemdir ( )
Jói Abbýar brallaði við bryggjuna eins og strákarnir gerðu hér áður fyrr og smíðaði fyritaks Sjókajak á tæpum hálftíma.
Hann var ekki lengi að snara fram einum kajak úr gömlu bárujárni og spýtnabraki.
„Svona gerðum við þegar ég var krakki, svona sér maður ekki lengur".
Fjöldi fólks kom og fylgdist með Jóa smíða bátinn og vakti smíði hans upp nostalgíu og ljúfsáran söknuð til fyrri tíma hjá mörgum sem fylgdust með.
Athugasemdir