Brot af byggingasögu
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 14.03.2010 | 15:00 | | Lestrar 1312 | Athugasemdir ( )
Erla Svanbergsdóttir eftirlifandi ekkja Birgis Guðlaugssonar eiganda Byggingafélagsins Bergs til margra ára kom heldur betur færandi hendi til Ljósmyndasafns Siglufjarðar á dögunum. Hafði hún tekið saman tæplega 700 myndir frá sögu fyrirtækisins Bergs og Birgis. Erla gaf Ljósmyndasafninu leyfi til að sýna þessar myndir og kunnum við henni bestu þakkir fyrir enda eru hér ómentanlegar myndir um atvinnu og byggingasögu Siglufjarðar.
Meðal annars eru myndir frá byggingu vegskálans við Strákagöng, myndir frá Slippnum, viðbyggingum við Barnaskólann, Ingimundi og byggingu Bátahússins. Erla sagði að mikið af þessum myndum hefði Birgir tekið en svo hefðu menn einnig gefið honum myndir en þetta væri aðeins brot af því sem Birgir hefði tekið sér fyrir hendur. Sksiglo ehf. langar að þakka Erlu kærlega fyrir og nú fer sá sem þetta skrifar að skanna myndirnar inn svo sem flestir megi njóta.
Drangur var stærsta skipið sem var tekið upp í slippinum.

Þessi mynd er frá byggingu Bátahússins.

Siglo.is er ekki kunnugt um hvort Berg stóð uppi sem sigurvegari en þarna má sjá all nokkra lipra knattspyrnu menn.

Athugasemdir