Búsáhaldabyltingin og þær systur skyldan og ábyrgðin
Forngrísk siðfræði leggur áherslu á að fjalla um persónulega eiginleika manna, mannkosti þeirra dygðir og lesti og þýðingu þeirra fyrir farsælt líferni; meginspurningar eru, Hvernig lífi á ég að lifa? Hvernig manneskja á ég að vera?
Siðfræði nýaldar leggur áherslu á athafnir og ákvarðanir um breytni; meginspurning, hvað á ég að gera? Áherslan á hinn góða vilja. Ekkert er gott skilyrðislaust nema hinn góði vilji. Allir hlutir geta orðið til ills nema hinn góði vilji.
Fráleitt er að reisa siðferði á löngunum manna og tilfinningum. Tilfinningasemi og sérhagsmunir mega aldrei ráða ákvörðunum manna um siðferðileg efni.
Ábyrgðin
Um leið og talað er um sjúkleika eins og til dæmis áfengissýki er ábyrgðin að hluta flutt frá sjúklingnum.
Í búsáhaldabyltingunni voru mótmælendur sjálfráða en ekki í sjúklegu ástandi. Hver og einn einstaklingur bar fulla ábyrgð á gjörðum sínum.
Hamfarir
Það er mörgum ljóst víðs vegar um heiminn hver staða Íslands er. Jafnvel hefur verið nefnt að við þurfum hjálp viðlíka því þegar Vestmannaeyjagosið varð þann 23. janúar 1973. Hamfarir hafa átt sér stað. Ástæða er til að efast um að til séu algildar siðareglur þegar hamfarir eiga í hlut. Ég skal ekki fullyrða um það.
Í mínum huga er hinsvegar ekki nokkur vafi á skyldu og ábyrgð hvers einstaklings sem tók þátt í skemmdarverkum og líkamsmeiðingum í búsáhaldabyltingunni. Fólk ber sjálft ábyrgð á gerðum sínum og þarf að taka afleiðingunum, refsingum þar sem það á við. Ekkert annað væri ásættanlegt.
Það er hverjum manni frjálst að mótmæla. Um það þarf engar vangaveltur. Mótmæli voru sjálfsögð og eðlileg við þær aðstæður sem samfélagið var komið í. En þegar ráðist var að þingvörðum og löggæslufólki með líkamsmeiðingum sem leiddu jafnvel til örkumla fyrir lífstíð var farið yfir öll mörk.
Ég læt hér fylgja tengil á frásögn af ákærum á hendur "níumenningunum": sjá hér
Athugasemdir