Byggingarkraninn á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 30.01.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 696 | Athugasemdir ( )
Það er nú líklega nokkuð langt síðan byggingarkrani hefur
sést á Siglufirði. Þetta var ekki óalgeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í hinu svokallaða góðæri. Ég
heyrði reyndar fyrir stuttu síðan að það væri einn eða jafnvel tveir svona kranar við vinnu fyrir sunnan. Ég hef þó ekki sannanir fyrir
því.
Ég man allavega ekki eftir því að hafa séð nákvæmlega
svona græju hérna áður. En mögulega er það nú algjör vitleysa hjá mér og þið leiðréttið mig ef þetta er
vitlaust hjá mér.
Það er allavega gaman að sjá kranann kominn upp og líklega verður fylgst
náið með krananum og byggingu Hótels Sunnu á næstunni.
Svo að sjálfsögðu tók ég nokkrar myndir af krananum og mönnum
við störf sín, og þarna var líka nýji bæjarverkstjórinn sem var meira en lítið til í að ég tæki af honum mynd.
Reyndar bað hann mig um að taka líka mynd af tengdapabba hans, honum Kidda Konn sem var að vinna í trillunni sinni sem er við hliðina á
byggingarkrananum. Sem ég að sjálfsögðu gerði.
Kraninn í öllu sínu veldi.
Hjálmar Jóhannesson eða Hjalli smiður eins og hann er nú yfirleitt kallaður. Honum hefur líklega aldrei leiðst að taka til hendinni
í sambandi við smíðar.
Það er sama sagan með Ágúst Stefánsson. Gústi var hress og kátur að vana.
Hér er svo nýjasta stollt okkar Siglfirðinga, Birgir Ingimarsson nýi bæjarverkstjórinn sæll og ljómandi glaður.
Og svo tengdafaðir hans Birgis. Kristinn Konráðsson. Kiddi Konn var að braza í trillunni sinni, sem er eiginlega við hliðina á krananum.
Oddbjörn slær aldrei af. Alltaf hress og kátur.
Hér eru þeir að slá upp mótum.
Athugasemdir