Byrjað að bora eftir heitu vatni

Byrjað að bora eftir heitu vatni Starfsmenn Jarðborana hf eru byrjaðir að bora eftir heitu vatni í Skarðsdalnum. Búið er að undirbúa framkvæmdina vel og

Fréttir

Byrjað að bora eftir heitu vatni

Vinnsluborinn
Vinnsluborinn
Starfsmenn Jarðborana hf eru byrjaðir að bora eftir heitu vatni í Skarðsdalnum. Búið er að undirbúa framkvæmdina vel og voru boraðar rannsóknarholur skammt neðan við skíðaskálann í um 200 m hæð yfir sjávarmáli.

Í gær hófst svo vinna á 1000 m lóðréttri vinnsluholu og stefnan tekin á heita vatnsæð sem er á svæðinu.

Starfsmenn Jarðborana hf áætla að verkið taki um mánuð. Rannsóknir þeirra benda til þess að það sé heit vatnsæð á svæðinu og eru menn vongóðir um að hitta á hana.

Það þarf sjálfsagt ekkert að upplýsa Siglfirðinga um mikilvægi þess að heitt vatn finnist enda er það af skornum skammti og verðum við illilega vör við það þegar vetra tekur.



Starfsmenn voru að fóðra holuna þegar fréttamann bar að garði.  Boranir eru svo sendir niður, en þá má sjá á myndinn hér að ofan.

Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu og vonandi að vel takist til og nægilegt magn af heitu vatni finnist. 






Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst