Daginn eftir !

Daginn eftir ! Flóðið sem sagt var frá hér í gær gerði nokkurn usla á Eyrinni við Siglufjörð.

Fréttir

Daginn eftir !

Verbúð Óla og Péturs
Verbúð Óla og Péturs
Flóðið sem sagt var frá hér í gær gerði nokkurn usla á Eyrinni við Siglufjörð.

Víða flæddi inn í hús á svæðinu og olli meðal annars skemmdum á nýlögðum gangstéttarkanti við Bátadokkina. 
Auk þess sem steypumót sem beið eftir frostlausu veðri til að fylla, fór úr skorðum.
Efsta myndin er af eini af síðustu leyfum síldarævintýrsins, smá bryggjusporður og skúr sem í dag er notaður vegna lítillar útgerðar. Sagt er að skúrinn hafi verið á nokkurri hreyfingu upp og niður þegar ölduflóðið gekk yfir í fyrrakvöld. Plastbátarnir norðan við kirfilega bundnir, og rönd á skúrnum sýna hvert flóðið náði. 

Ein myndin hér neðar sýnir steypumótið austan Bátadokkarinnar farið úr skorðum, önnur sýnir starfsmenn slökkviliðsins á Siglufirði vera að dæla sjó undan Hafnarvoginni sem fékk drjúgan hluta af flóðinu er fylla gekk á land.

Þá eru þarna afrit af frétt af RÚV vefnum, viðtal úr Fréttablaðinu við Þórir kr. Þórisson og loks bloggfærsla
Einars Sveinbjörnssonar u flóð og veður.

     
 Skemmd steypumót  Dælt undan hafnarvoginni  Frétt af http://www.ruv.is/
     
 Fréttablaðið  Blog: Einar Sveinbjörnsson  
Þá má geta þess að ein af flóðöldunum sem komu með um 5 mínútna millibili þetta kvöld. Náði að sögn hafnarvarðarins Sigurðar Sigurðssonar að hylja bryggjupollana framan við Hafnarvogina og náði upp á aðra tröppu sjálfs hússins, sem er byggt á 70 – 80 sm. sökkli
Enn eru að koma í ljós ýmsar skemmdir af völdum þess sjógangs.
Heimildir:
http://www.ruv.is/,
http://www.frettabladid.is/,
http://esv.blog.is/blog/esv/about/

Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst