Dagur í lífi þjóðar
Heimildarmynd um einn dag í lífi þjóðarinnar samkvæmt henni sjálfri
Í næstum hálfa öld hefur RÚV fylgst með lífinu í landinu í öllum sínum myndum. Nú er komið að fólkinu sjálfu að segja frá því sem það er að fást við. RÚV býður öllum landsmönnum að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september og segja í lifandi myndum frá lífi sínu þennan dag.
Markmiðið er að búa til heimildarmynd sem verður sagan af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Hvað er hún að fást við? Hvað er í gangi í lífi henanr? Hver eru verkefni dagsins? Fólk getur myndað hvað sem er, en er hvatt til að hafa það persónulegt og um eitthvað sem skiptir það máli. Heimildarmyndin Dagur í lífi þjóðar snýst um okkur öll – allir mega taka þátt.
Myndin verður frumsýnd á RÚV í tengslum við hálfrar aldar afmæli RÚV 30. september 2016.
Nánari upplýsingar: Ásgrímur Sverrisson, umsjónarmaður verkefnisins, asgrimur.sverrisson@gmail.com; s: 861 9126;
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, skarphedinn.gudmundsson@ruv.is; s: 6969082
Athugasemdir