Draumórar og hugarfóstur í tvö ár

Draumórar og hugarfóstur í tvö ár Í dag eru tvö ár síðan ég steig fyrstu skefin í bloggheimum. Það hefur verið skrýtið og skemmtilegt ævintýri að

Fréttir

Draumórar og hugarfóstur í tvö ár

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir
Í dag eru tvö ár síðan ég steig fyrstu skefin í bloggheimum. Það hefur verið skrýtið og skemmtilegt ævintýri að kynnast blogginu. Ferð án fyrirheits sem ég hefði ekki viljað missa af. Fyrir mér er bloggið fyrst og fremst tómstundafikt, nokkuð sem ég "gríp í" einstöku sinnum sem hverja aðra dægradvöl. Joyful  
Það er hinsvegar staðreynd að varla líður sá dagur að blogg eða bloggarar séu ekki meðal þess sem rætt er meðal fólks eða fjallað um í fjölmiðlum. Bloggið er sérkennilegur fjölmiðill sem á sinn sess meðal annarra netmiðla og stækkar ört að vinsældum enda sjarmerandi sambland af einkaveröld og opinberum vettvangi. Moggabloggið átti 3ja ára afmæli fyrir stuttu. Það kom mér satt að segja á óvart að ekki eldri sé, svo "rótgróinn" sem þessi vettvangur er orðinn í fjölmiðlaflórunni. 

 Tilgangur fólks með bloggskrifum er mjög mismunandi, allt frá þjóðmála - og dægurmálaskrifum til dagbókarforms um ýmis hugðarefni. Bloggið nota sumir til að “liðka pennann” og þjálfast í að setja frá sér ritað mál á skipulegan og vel læsilegan hátt.

Eins og margir fleiri hef ég birt bæði draumóra og ýmis hugarfóstur á bloggsíðunni. Hef tjáð mig um ýmis málefni, bæði þau sem ég hef nokkurt vit á, líka þau sem ég hef ekki nokkurt vit á.Cool   

Margt hefur brunnið á almenningi að tjá sig um síðustu misserin, enn frekar nú en endranær. Til þess er bloggið einmitt frábær vettvangur. Enginn ÞARF að lesa nema það sem honum þykir áhugavert og þess vegna gef ég lítið fyrir gagnrýni þeirra sem vilja meina að á blogginu séu einskisverð skrif. Pistlar á þessum vettvangi eru oft áhugaverðir en auðvitað er oft verið að birta hér e-ð sem engum gagnast öðrum en þeim sem skrifar. Það er þá lesandans að velja og hafna eins og með allt annað misgott framboð efnis í fjölmiðlum. Flestir bloggarar hafa þó meiri ánægju af gagnvirkum samskiptum en drottningarpistlum enda hefur úrvalið af þeim verið yfrið nóg á ýmsum öðrum vettvangi.

http://martasmarta.blog.is/users/1d/martasmarta/img/duty_calls_548714.jpg


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst