Draumurinn úti !

Draumurinn úti ! Í febrúar sl. Sóttu 9 einstaklingar um leyfi til að hafa sauðfé í skemmu Metrostav og Háfells eftir að not verkataka af húsnæðinu yrði

Fréttir

Draumurinn úti !

Skemman þann 17. júní
Skemman þann 17. júní
Í febrúar sl. Sóttu 9 einstaklingar um leyfi til að hafa sauðfé í skemmu Metrostav og Háfells eftir að not verkataka af húsnæðinu yrði lokið.


Það kom mörgum á óvar að Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar skyldi taka vel í þetta erindi.

En síðar á fundi nefndarinnar (17.mars) með viðkomandi einstaklingum var þeim gert ljóst að staðsetning við flugvöllinn komi ekki til greina og var þeim bent á svæði norðan Ráeyrarvegar sem liggur upp að hesthúsum. 

Jafnvel eftir þessar upplýsingar voru kunnar var talað um það á „götubylgjunni“ að draumur fjárbændanna yrði samt að veruleika.

En sá draumur er nú úr sögunni endalega og "rolluhatarar" á götubylgjunni geta farið að anda rólega, þar sem nú er byrjað á því að rífa nefnda skemmu, samkvæmt áðurgerðu samkomulagi við verktakana sem notað hafa skemmuna til þessa, og hennar ekki lengur þörf þar sem verklokum við Héðinsfjarðargöng fer senn að ljúka, en gert er ráð fyrir að síðar í þessum mánuðu muni göngin af um 3/4 hluta verða malbikuð 



Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst