Hvernig hljómar heimurinn?

Hvernig hljómar heimurinn? Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld og allsherjargoði kennir börnum og unglingum í Fjallabyggð. Frítt tónsmíðanámskeið í boði

Fréttir

Hvernig hljómar heimurinn?

Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld og allsherjargoði kennir börnum og unglingum í Fjallabyggð. Frítt tónsmíðanámskeið í boði Berjadaga þar sem könnuð verða hljóð af ýmsum toga og þau tónsett.

Fornar hugmyndir um tónlist himinhvelanna koma við sögu, stóri hvellur, sólin og tifstjörnurnar. Hilmar fer með krakkana í ferðalag um himingeiminn! Nánari lýsing www.berjadagar-artfest.com undir dagskrá. Námskeiðið stendur í tvo daga: Fimmtudaginn 15. ágúst og föstudaginn 16. ágúst í Tónskóla Ólafsfjarðar. Kennt verður frá 10:00-12:00 og 13:00-15:00 báða dagana og verður boðið uppá hressingu í hádeginu. Seinni námskeiðsdaginn koma krakkarnir fram á Keramikverkstæðinu Burstabrekkueyri kl. 17:00 sem er fyrsti viðburður Tónlistarhátíðar Berjadaga. Engin tónlistarkunnátta er forsenda fyrir þáttöku og námskeiðið er fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Skráning á námskeiðið olofsi@gmail.com


Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst