Eftir miklu að slægjast

Eftir miklu að slægjast Eins og siglo.is greindi frá í síðust vikur þá liggur fyrir erindi hjá Atvinnu- og ferðamálanefnd frá Anitu Elefsen, fyrir hönd

Fréttir

Eftir miklu að slægjast

Mynd: wikimedia commons
Mynd: wikimedia commons
Eins og siglo.is greindi frá í síðust vikur þá liggur fyrir erindi hjá Atvinnu- og ferðamálanefnd frá Anitu Elefsen, fyrir hönd Síldarminjasafnsins, þar sem lagðar eru fram hugmyndir um markaðssetningu og þjónustu við skemmtiferðaskip með það fyrir augum að þau heimsæki sveitarfélagið.

Fréttamiðillinn Vikudagur fjallar um fjölda skemmtiferðaskipa og gesta sem koma með þeim til Akureyrar.

Um 55 þúsund farþegar lögðu leið sína til Akureyrar með skemmtiferðaskipum á liðinu sumri.

Þetta voru 57 skip í heildina og fyrir utan farþegana voru um 25 þúsund í áhöfnum skipana, það gerir því um 80 þúsund.

Það er því eftir töluverðu að slægjast og má gera ráð fyrir því að áhugi sé hjá einhverjum þessara ferðalanga að skreppa til Siglufjarðar.

Það opnast gríðarlegir möguleikar með tilkomu Héðinsfjarðarganga.

Sjálfsagt eru ferðaþjónustuaðilar á Siglufirði nú þegar farnir að huga að þessum möguleika og kanna hvernig best sé að fá þetta fólk hingað.

Það er sjálfsagt að stefna að því að markaðssetja Siglufjörð fyrir þessa farþega og nú er lag fyrir einhvern framtakssaman ferðaþjónustuaðila að skipuleggja ferðir til Siglufjarðar.

Frétt vikudags má sjá hér : Um 80 þúsund manns um borð í skemmtiferðaskipum sumarsins

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst