Ég býð mig fram!
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 11.02.2009 | 02:39 | Robert | Lestrar 276 | Athugasemdir ( )
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstri grænnavegna Alþingiskosninganna í vor og set stefnuna á 2.-3. sæti. Ég
skipaði þriðja sæti listans við síðustu kosningar og hef verið fyrsti
varamaður flokksins í kjördæminu þetta kjörtímabil. Ég hef nokkrum
sinnum tekið sæti á Alþingi á því eina og hálfa ári sem liðið er frá
kosningum lagt fram 15 mál ýmist einn eða í samstarfi við aðra
þingmenn. .Meðal þeirra mála má nefna frumvarp til laga um breytingar á
lögum um stjórn fiskveiða, tillögu til þingsályktunar um
sjávarlíffræðisafn og rannsóknarsetur á Akureyri og frumvarp til laga
um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, svo dæmi séu tekin. Auk þess
hef ég lagt fram fjölmargar fyrirspurnir og tekið virkan þátt í umræðum
um ólíkustu málefni á Alþingi. Ég hef verið virkur í starfi Vinstri
grænna frá stofnun flokksins bæði hér í kjördæminu og á landsvísu og
unnið ásamt þingmönnum og starfsfólki flokksins að stefnumótun
flokksins, sér í lagi þeim sem snúa að atvinnumálumÉg
hef átt mjög gott samstarf við þingmenn flokksins í kjördæminu, þau
Steingrím J. Sigfússon og Þuríði Backman og styð þau bæði heilshugar
til allra góðra verka. Steingrímur J.Sigfússon formaður Vinstri grænna hefur leitt framboð flokksins í
kjördæminu til þessa en nú er ljóst að nú verður sótt að honum og þegar
hefur tilkynnt um framboð gegn formanni flokksins. Steingrímur J.Sigfússon á allan minn stuðning vísan til að leiða lista Vinstri grænn
í NA-kjördæmi hér eftir sem hingað til. Þuríður Backman hefur skipað 2.
sætið síðustu tvö kjörtímabil og unnið afar gott starf oft við erfiðar
aðstæður í sínu heimahéraði. Ég mun sömuleiðis styðja við framboð
hennar í það sæti, gefi hún kost á sér í það og mun þá sjálfur stefna á
að ná 3. sæti listans og að því að verða þriðji þingmaður Vinstri
grænna í NA-kjördæmi.
Ég tel að staða Vinstri grænna í kjördæminu sé góð um þessar mundir. Málflutningur okkar og áherslur í atvinnu- og efnahagsmálum er trúverðugur og núna, í þeim erfiðleikum sem við eigum við að etja, sýnir það sig betur en áður hversu mikilvægt það er að undirstaðan, sjávarútvegur og landbúnaður standi traustum fótum ásamt því að vaxandi greinar líkt og ferðaþjónustan fá stuðning til enn frekari vaxtar. Á það hefur vantað talsvert mikið á undanförnum árum. Þær breytingar sem nú þegar hafa orðið við landsstjórnina þar sem Vinstri græn koma að, t.d. í heilbrigðis- og menntamálum sýna líka svo ekki verður um villst þá nauðsyn sem er á því að áherslur flokksins nái fram að ganga á næstu árum. Að öllum þessum málum hef ég komið að innan Vinstri grænna á undanförnum árum með einum eða öðrum hætti, umræðum, tillögugerðum og samstarfi við þingmenn og aðra flokksmenn. Ég mig því eiga fullt erindi í forval Vinstri grænna og í framboð fyrir þann ágæta flokk í NA-kjördæmi fyrir næstu kosningar.
Ég tel að staða Vinstri grænna í kjördæminu sé góð um þessar mundir. Málflutningur okkar og áherslur í atvinnu- og efnahagsmálum er trúverðugur og núna, í þeim erfiðleikum sem við eigum við að etja, sýnir það sig betur en áður hversu mikilvægt það er að undirstaðan, sjávarútvegur og landbúnaður standi traustum fótum ásamt því að vaxandi greinar líkt og ferðaþjónustan fá stuðning til enn frekari vaxtar. Á það hefur vantað talsvert mikið á undanförnum árum. Þær breytingar sem nú þegar hafa orðið við landsstjórnina þar sem Vinstri græn koma að, t.d. í heilbrigðis- og menntamálum sýna líka svo ekki verður um villst þá nauðsyn sem er á því að áherslur flokksins nái fram að ganga á næstu árum. Að öllum þessum málum hef ég komið að innan Vinstri grænna á undanförnum árum með einum eða öðrum hætti, umræðum, tillögugerðum og samstarfi við þingmenn og aðra flokksmenn. Ég mig því eiga fullt erindi í forval Vinstri grænna og í framboð fyrir þann ágæta flokk í NA-kjördæmi fyrir næstu kosningar.
Athugasemdir