Einelti í Grunnskólum Fjallabyggðar jafnt og á landsvísu
Niðurstöður eineltiskönnunar Olweusar 2012 gefa til kynna að Fjallabyggð sé ekkert frábrugðið öðrum stöðum þegar að einelti kemur. Um 5% nemenda upplifa einelti.
Um 8 nemendur í grunnskólum Fjallabyggðar, þar af fimm stelpur og þrír strákar, upplifa einelti í skólanum. Tveimur nemendanna líkar mjög illa í skólanum og sex þeirra illa og aðeins fimm barnanna hafa sagt einhverjum frá því. Þá er einn nemandi sem segist engan vin eiga í skólanum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar sem lesa má á heimasíðu Fjallabyggðar.
Athugasemdir