Ekki þjóðin, ekki lýðræði, bara ofbeldi

Ekki þjóðin, ekki lýðræði, bara ofbeldi Ofbeldishneigt fólk fékk í dag útrás með því að eyðileggja eignir Stöðvar 2 og Hótel Borgar. Í fjárhagskreppu sér

Fréttir

Ekki þjóðin, ekki lýðræði, bara ofbeldi

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Ofbeldishneigt fólk fékk í dag útrás með því að eyðileggja eignir Stöðvar 2 og Hótel Borgar. Í fjárhagskreppu sér fólk af þessu tagi ekki annað ákjósanlegra en að auka á vanda samfélagsins með skemmdarverkum. Einnig hindruðu þeir lýðræðislega umræðu og þá von okkar hinna að fá upplýsingar um hvað er á döfinni og hvernig verður unnið eftir þau uppgjör sem fara fram hjá a.m.k. tveimur stjórnmálaflokkum í janúar.

Minna má á að margir hafa reynt að leysa þjóðfélagsvanda með ofbeldi víða um heim. Það hefur ekki virkað. Friðsamleg mótmæli hafa hinsvegar skilað árangri.

Þessi mótmæli nú eiga ekkert skylt við friðsamleg mótmæli undanfarið og ég frábið mér að grímuklæddir ofbeldismenn kenni sig við íslenska þjóð. Þeir eru einungis ofbeldishneigðir einstaklingar. Punktur og basta.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst