Eldarnir í Ástralíu afleiðing óvenjulegra hafstrauma ?

Eldarnir í Ástralíu afleiðing óvenjulegra hafstrauma ? Kjarr- og gróðureldar eru ekki óalgengir um hásumar í Ástralíu, þ.e. í janúar og febrúar.  Nú eru

Fréttir

Eldarnir í Ástralíu afleiðing óvenjulegra hafstrauma ?

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Kjarr- og gróðureldar eru ekki óalgengir um hásumar í Ástralíu, þ.e. í janúar og febrúar.  Nú eru þeir aftur á móti mun meiri en venjulega og þá óháð því hvort einhverjir þeirra hafi breiðst út eftir íkveikju.                   Hitinn í suðausturhluta Ástralíu, einkum í Victoríu hefur verið langt yfir meðallagi frá áramótumog það ásamt nærri engri rigningu á sama tíma og þrálátum heitum vindi af landi hefur skapað kjöraðstæður fyrir útbreiðslu gróðureldanna.  Frekar óvenjulegt er að mun svalara loft berist ekki af hafi svona endrum og sinnum og þá með úrkomu á þeim slóðum þar sem nú brennur. 

Þrálátt háþrýstisvæði austan Ástralíu hefur gert það að verkum að heitt og þurrt eyðimerkurloftið berst úr norðri.  Og nú verðum við að hafa hugfast að N- og NV-áttin er hlý og vindur snýst rangsælis um hæðir á suðurhveli jarðar.  Tunglmynd MODIS frá því í fyrradag (8.feb) sýnir langan slóða af þykkum reykjarmekki sem leggur á haf út og yfir Nýja Sjáland.

Vísindamenn við University of South Wales telja að þrálátt veðurlagið megi rekja til fyrirbæris í Indlandshafi sem kallast á ensku Indian Ocean Dipole(IOD) sem gæti útlagst sem Indlandshafs-sveiflan.  Myndirnar sem hér fylgja útskýra að hluta hvað þarna er á ferðinni. Frávik í sjávarhita Indlandshafsins virðast fylgja ákveðnu kerfi tveggja skauta sem hlýna og kólna á víxl.  Þegar IOD er er í jákvæðum fasa er sjávarhiti lágur norðan og austan við Ástralíuog eins við Indonesíu.  Yfirborðshiti sjávar er hins vegar í hærri kantinum við Afríkustrendur.  Hár sjávarhiti eykur á uppgufun og þar með skýja- og úrkomumyndun við austurhluta Afríku.  Í neikvæðum IOD fasa, snúast hlutirnir við og úrkoma verður meiri í Ástralíu Indónesíu.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst