En elsku hjartans Daði minn

En elsku hjartans Daði minn Kaldur febrúarmorgunn, 9 febrúar runninn upp. Lítið kríli í kviði móður sinnar er farið að láta á sér kræla.

Fréttir

En elsku hjartans Daði minn

Daði
Daði
Kaldur febrúarmorgunn, 9 febrúar runninn upp. Lítið kríli í kviði móður sinnar er farið að láta á sér kræla.

Það vill komast út til að skoða þennan stóra heim sem það hefur einungis heyrt í undanfarna mánuði. Eldri systkinin fimm hafa raðað sér við dyrnar að forstofunni, sá yngsti á mjöðm stóru systur. Þau vita sem er að mamma er að fara á spítalann og kemur ekki aftur í bráð.
En spenningurinn yfir nýju systkini hleypir ekki söknuði að, ekki strax. Nú er það hlutverk pabba að sjá um fimm börn og heimilið, iss, hann fer létt með það. Grjónagrauturinn  hans er að vísu allt öðru vísi en hjá mömmu og bara það veldur hláturskasti hjá eldri systkinunum.

Í huga krakkanna líða óteljandi dagar áður en mamma kemur aftur heim og þá með yndislegan lítinn dreng í fanginu. Og það verður að segjast að alla tíð síðan hefur þessi drengur verið eins og hann var þá, algjört æði. 36. afmælisdagurinn upprunninn og það er bara fínt þegar fólk eins og hann á afmæli því hann ,,bestnar" bara með árunum og heldur öllum hárunum hé hé.

En elsku hjartans Daði minn. Til hamingju með daginn og mundu að mér þykir svo innilega, innilega vænt um þig og þína, þrátt fyrir að hafa kannski ekki alveg verið í standi til að sýna það beint, undanfarin ár.

TIL HAMINGJU.
Bylgja

Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst