Endurbætur á veitukerfi Siglufjarðar kostar ríflega 135 milljónir

Endurbætur á veitukerfi Siglufjarðar kostar ríflega 135 milljónir Mikil þörf er á endurbótum á veitukerfi á Siglufirði og er ástandið sérstaklega slæmt á

Fréttir

Endurbætur á veitukerfi Siglufjarðar kostar ríflega 135 milljónir

Mikil þörf er á endurbótum á veitukerfi á Siglufirði og er ástandið sérstaklega slæmt á ytri eyrinni en þar flæðir uppúr kerfinu í takt við sjávarföll. Kemur þá til að mynda vatn upp í kjallörum íbúðarhúsa og niðurföllum fyrirtækja.

Báglegt ástand veitukerfisins hefur ásótt íbúa og atvinnustarfssemi eyrarinnar um langt skeið. Þar eru íbúar og atvinnurekendur orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi þar sem fráveita með tilheyrandi óhreinindum flæðir upp um niðurföll í húsakynnum. Fyrirtæki hafa sum hver sett einstreymisloka á fráveitulagnir sínar til að koma í veg fyrir þetta en það er töluvert kostnaðarsamt og því erfitt fyrir einstaklinga að ráðast í svoleiðis framkvæmdir.

Í nýrri skýrslu um endurbætur á fráveitu Fjallabyggðar sem unnin var af VSÓ Ráðgjöf tekur meðal annars á þessum þætti en áætlaður heildarkostnaður við lagfæringar veitukerfisins á Siglufirði er þó um 135mkr. Er þar gerð tillaga að 9 framkvæmdaliðum.
1. Drenskurðir ofan byggða sem ætlað er að draga úr álagi á fráveitukerfi. 5,3m.kr.
2. Loka hápunktum í lagnakerfi á ytri eyri og endurgera Álalækjaræsi til að lágmarka bakflæði og draga úr yfirfallstíðni á eyrinni. 31,25m.kr.
3. Sniðræsi sem tengir fráveitu ofan Síldarminjasafns við affallslögn í Gránugötu. Gert til að hætta að veita út í höfnina á þessu svæði. 18,5m.kr.
4. Auka afköst í dælukerfi milli Ramma og Primex til að minnka tíðni á virkni yfirfalls vinnsluvatns. 2,5m.kr.
5. Færa yfirfallslögn Ramma á Gránugöturæsi til að losa það úr höfninni. 3,1m.kr.
6. Dæla og þrýstilögn frá Norðurtúni að stofnlögn á Suðureyri til að leggja af beina losun í innfjörðinn. 12,7m.kr.
7. Sniðræsi neðan Hvanneyrarbrautar til að sameina útræsi á norðursvæði. 17m.kr.
8. Útrásir lengdar til að bæta hreinlæti í fjörum og lækka gerlastyrk við strönd. 27m.kr.
9. Hreinsun skolps með ristarbrunnum til að draga úr sjónmengun frá skolpi. 18m.kr.

Af lestri skýrslunnar má draga þá ályktun að röð framkvæmdaliðanna sé afar mikilvæg. Þannig munu liður 3 og 5 að öllum líkindum auka álag á veitukerfi eyrarinnar og ekki verður spennandi að fá nýja viðbót neðarlega á Gránugöturæsi flæðandi uppúr ræsum íbúa og annarra fyrirtækja ofar á eyrinni.

 

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.


Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst