Jónsmessufjör á Sigló.
sksiglo.is | Afþreying | 21.06.2013 | 16:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 684 | Athugasemdir ( )
Nóg um að vera á Sigló.
Föstudagur.
Hvar eigum við eiginlega að byrja? Það er svo mikið um að vera í kvöld og annað kvöld.
Golfklúbbur Siglufjarðar verður með Afmælismót á Jónsmessu.
Mótið hefst kl. 20:00.
Það er gætt jafnréttis hjá Golfklúbb Siglufjarðar og gjald fyrir
þátttöku er 1000 krónur hjá bæði konum og körlum.
Þetta er mót fyrir fullorðna. Nú gera kylfingar sér glaðan dag.
Mótið er í boði Þorsteins Jóhannssonar og Kára Freys Hreinssonar.
Mótsgjald 1.000 kr. Endilega skráið ykkur í mótið. Einnig er hægt að skrá í mótið með tölvupósti á
vefstjoriGKS@gmail.com eða í síma 660-1028.
Jónsmessumót í strandblaki.
Mótið hefst klukkan 22:00 en ef mikil þáttaka verður er hugsanlegt að mótið
byrji fyrr.
Keppnisgjald er 1000 krónur
Tveir og tveir munu spila saman í liði og verður dregið í lið fyrir
mótið. Hvert lið mun fá a.m.k. 4 leiki. Stefnt er að því að hafa einn karlariðill en fjöldi kvennariðla ræðst af
þátttökunni.
Sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar.
Farið verður með rútu kl. 21:30 frá Ráðhústorginu.
Kjötsúpa í boði Sparisjóðs Siglufjarðar að lokinni göngu.
Verð 1500 kr.
Göngutími er 4-5 klst. og gangan á að henta flestum. Munið eftir nesti,góðum skóm og góða
skapinu.
Ball á Allanum.
Ball á Allanum með Bigga Sævars og Hljómsveit.
Miðverð 1500 krónur.
Ballið byrjar 23:30.
Í þessu bandi er einn af sonarsonum Siglufjarðar. Binni sonur Bjössa Birgis og Álfihildar
Þormóðs.
Laugardagur.
Okkar maður, okkar fólk.
Æfingar hafa staðið yfir
að undanförnu hjá hljómsveitinni Tý og sönghópnum „Sex um borð“ - fyrir tónleika til heiðurs Gylfa Ægissyni sem verða
haldnir í Bátahúsinu á laugardaginn kemur. Okkar fólk ber uppi söng og hljóðfæraslátt og er það enginn annar en
Stúlli, stundum kallaður „Ingimar Eydal“ Siglufjarðar, sem er listrænn stórnandi tónleikanna. Sjálfur heiðursgesturinn, hinn mikilvirki laga-
og textasmiður, Gylfi Ægis, mun verða sögumaður, segja frá ýmsu í tengslum við músíkina og hvernig hún varð til – og
taka aðeins lagið.
Nafn sönghópsins hefur vakið athygli en það skal tekið fram að þarna er ekkert um annað að ræða en söngvararnir eru sex að tölu um borð í Tý. Það eru þau Bjössi Sveins, Finni Hauks, Mundý Bjarna, Danni Pétur, Steini Sveins og Tóti.
Hljómsveitina skipa auk Stúlla, Maggi Ólafs á gítar og Dúi Ben sem leikur á trommur og raddbönd í stöku lagi.
Nú svo má geta þess að vel fer á því að stuttmynd um Gústa guðsmann verður frumsýnd í byrjun tónleikanna því það var einmitt Gylfi Ægis sem gerði þá gömlu kempu landsfræga með samnefndu lagi. Myndin er rúmar sex mínútur að lengd, unnin af Dúa Landmark kvikmyndagerðarmanni í samvinnu við Síldarminjasafnið og nokkra aðila
Nafn sönghópsins hefur vakið athygli en það skal tekið fram að þarna er ekkert um annað að ræða en söngvararnir eru sex að tölu um borð í Tý. Það eru þau Bjössi Sveins, Finni Hauks, Mundý Bjarna, Danni Pétur, Steini Sveins og Tóti.
Hljómsveitina skipa auk Stúlla, Maggi Ólafs á gítar og Dúi Ben sem leikur á trommur og raddbönd í stöku lagi.
Nú svo má geta þess að vel fer á því að stuttmynd um Gústa guðsmann verður frumsýnd í byrjun tónleikanna því það var einmitt Gylfi Ægis sem gerði þá gömlu kempu landsfræga með samnefndu lagi. Myndin er rúmar sex mínútur að lengd, unnin af Dúa Landmark kvikmyndagerðarmanni í samvinnu við Síldarminjasafnið og nokkra aðila
KF-dagurinn á Ólafsfirði.
Svo mjög líklega verða
einhverjir barir opnir, enda nóg um að vera, ættarmót og allt mögulegt.
Ekki láta þér
leiðast, gerðu eitthvað.
Athugasemdir