Jónsmessustrandblakmót

Jónsmessustrandblakmót Jónsmessutrandblaksmót var haldið á föstudagskvöldið síðasta.

Fréttir

Jónsmessustrandblakmót

Jónsmessustrandblakmót

 
Jónsmessutrandblaksmót var haldið á föstudagskvöldið síðasta.
 
 Margir komu og horfðu á blakarana spila af sinni alkunnu snilld og einhverjir sýndu alveg hreint magnaðar listir með boltann og aðrir sýndu alveg hreint alls engar listir.
 
 Boðið var upp á kakó og kleinur sem var alls ekki nægilega vel auglýst. Ægir nokkur Eðvarsson sagði gestum og gangandi að kakóið og kleinurnar væru bara fyrir keppendur og enga aðra sem að sjálfsögðu var haugalýgi. Kakóið og kleinurnar voru bæði fyrir gesti og keppendur. Ég verð nú að viðurkenna það að ég varð nú töluvert fúll við hann vin minn fyrir að hafa ekki betri upplýsingar um veitingarnar, eins Ólöf mín er alltaf að segja við mig að það sé í lagi að éta alveg hreint helling og alveg eins og svín svo lengi sem það sé frítt. 
 
En Ægir klikkar örugglega ekki aftur á þessu og ég mun að sjálfsögðu koma á næsta blakmót til þess að fá mér kakó og kleinur og svo auðvitað til að horfa á líka.
 
Helstu niðurstöður úrslita í þessu Strandblaksmóti voru þær að Gulli Stebbi vann ekki.
 
Úrslit í karlaflokki 1. sæti voru Karol og David 
Úrslit í kvennaflokki 1. sæti Silla Guðbrands og Gilla Salla.
 
messublak
 
messublak
 
messublak
 
messublak
 
messublak
 
messublak
 
messublak
 
messublak
 

Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst