LayLow - tónleikar

LayLow - tónleikar Tónlistamaðurinn LayLow er landanum kunnugur en hún er nú að gefa út nýja plötu, Talking About The Water, og mun halda útgáfutónleika á

Fréttir

LayLow - tónleikar

Laugardagskvöldið 7. Desember mun Lay Low koma fram á hljómleikum á Kaffi Rauðku á Siglufirði. Lay Low þarf vart að kynna fyrir fólki enda hefur hún fyrir löngu síðan vakið landsathygli fyrir einstaka hæfileika sína, frábærar lagasmíðar, þróttmikinn hljóðfæraleik og silkimjúka söngrödd.

Lay Low gaf á dögunum út sína fjórðu breiðskífu sem ber heitið "Talking About the Weather". Á nýju plötunni svífur andi sveitarinnar yfir, en Lovísa fluttist nýverið frá borginni suður á land þar sem hún hafði áður búið. Heimkoman í sveitina, friðurinn og kyrrðin, æskan og sjálfstæðisbarátta listakonunnar urðu því nokkuð óvænt yrkisefni plötunnar þar sem áður ótroðnar slóðir eru fetaðar.

Á tónleikunum mun Lay Low njóta fulltingins gítarleikarans Birkis Hrafns Gíslasonar og munu þau flytja lög af nýju plötunni í bland við eldra efni.

Um upphitun sér Snorri Helgason en hann hefur verið á ferð og flugi og komið fram vítt og breitt til að fylgja eftir útgáfu plötu sinnar ,,Autumn Sky” frá í haust

Húsið opnar klukkan 22.00 og hefjast hljómleikarnir klukkan 22.30 en aðgangseyrir eru 2.000.- krónur.

Nánari upplýsingar:
Gísli umboðsmaður
gisvonice@gmail.com
sími: 845 5762

Leifur PR aðili
Sími 7737129
leifur@cassette.la

 
Hér má hlíða á nýja lagið, Gently, frá LayLow.
 
 


Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst