Hártískan
Ég skellti mér í klippingu og litun á Sjoppuna hárgeiðslustofu á Skólavörðustíg í höfuðborginni.
Þar vinnur Siglfirðingurinn og hársnyrtirinn Vigdís Theodórsdóttir eða Vigga eins og hún er oftast kölluð (Theodór Júlíusson og Guðrún Stefánsdóttir).
Vigga er er með puttann á púlsinum þegar það kemur að heitum straumum og nýjasta "lookinu" og ætlar hún að deila því með okkur hér.
Það sem er heitast í dag í klippingum er stuttir og síðir bob ( stutt að aftan en síkkar fram) og svo mjög stutt hár.
Litir eru allt frá því að vera mjög blond yfir í mjög dökkt. Ombre heldur áfram (dökk rót og ljóst í enda) og eru til mismunandi útfærslur á því.
Strípað hár er meira og minna dottið út og heilir litir meira notaðir. Hreyfing er fengin með því að hafa dýpri rót og ljósara í enda. Þá er útkoman mun náttúrulegri og ekki röndótt.
Sléttujárnið er svolítið að detta út og hárinu leyft að þorna og vera náttúrulegt. Þær sem eru með krullur eru heppnar því það er það allra fallegasta sem til er.
Krullukrem, froður og saltsprey eru vinsæl efni og þær sem eru með smá liði geta notað þessi efni til að framkalla fallega en samt náttúrulega liði. Með því að nota þessi efni er líka komið smá hald í hárið sem hemur það og tekur frizz í burtu.
Uppáhalds merkið mitt í dag er Moroccanoil. Ég get vel mælt með allri línunni en það er algjört möst fyrir allar konur að eiga olíuna.
Ef þið eruð stödd í höfuðborginni og ykkur bráðvantar klippingu þá er um að gera að kíkja til Viggu á Sjoppuna.
myndir fengnar af netinu
Athugasemdir