Ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóða.

Ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóða. Undanfarna daga hafa augu manna beinst að ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóða. Gunnar Páll Pálsson formaður VR hefur fengið á

Fréttir

Ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóða.

Róbert Guðfinnsson
Róbert Guðfinnsson
Undanfarna daga hafa augu manna beinst að ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóða.
Gunnar Páll Pálsson formaður VR hefur fengið á sig harða gagnrýni fyrir
aðild sína að ákvörðunatökum í stjórn Kaupþings banka.  Sú ákvörðun sem
mest er umdeild er niðurfelling á perónulegum ábyrgðum lykilstjórnenda
Kaupþings á hlutabréfakaupum.  Haldin var um málið einhver stæðsti
félagsfundur í sögu VR.
Sá misskilningur virðist í gangi meðal félagsmanna VR að Gunnar Páll  hafi
setið í stjórn Kaupþings banka til að gæta beinna hagsmuna félagsmanna VR.
Gunnar Páll var kosinn í stjórn Kaupþings banka til að gæta hagsmuna bankans
og allra hluthafa hans.  Þó að menn geti haft mismunandi skoðanir á hinum
umdeilda gjörningi þá er ekki hægt að sjá annað en stjórn Kaupþings banka
hafi tekið ákvörðun sem á þeim tíma átti að verja hagsmuni bankans og
hluthafanna allra.Það sem hinsvegar má deila um er hvort stjórnarformaður lífeyrissjóðs eigi erindi í stjórn banka.

Fjárfestingastefna lífeyrissjóðanna á undanförnum árum hefur öll beinst inn
í farveg sem vert er að fara yfir.  Bankar og eignarhaldsfélög hafa verið í
miklu uppáhaldi hjá þeim sem stjórnað hafa fjárfestingastefnu
lífeyrissjóðanna.  Gömlu grunn atvinnuvegir íslendinga eins og
sjávarútvegurinn hélt ekki athygli þessara stóru fjárfesta á
hlutabréfamarkaði.  Lífeyrissjóðirnir sem hefðu átt að vera hluti af
kjölfestufjárfestum  íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna  urðu einna fyrstir
til að selja og innleysa hagnað þegar "fjárfestingarfélög" með
skammtímahagsmuni í huga gerðu atlögu að sjávarútvegsfyrirtækjum skráðum á
hlutabréfamarkaði. Oft var stefna þessara "fjárfestingarfélaga " í algjörri
andstöðu við langtímamarkmið stjórnenda þeirra félaga sem þeir keyptu sig
inní.  Allflest sjávarútvegsfyrirtækin voru með starfsemi sína í hinu
dreifðu byggðum landsins.  Stjórnendur og leiðandi eigendur þessara
fyrirtækja háðu harða baráttu til að verjast þeim atlögum sem að
fyrirtækjunum var gerð. Oftast endaði þessi barátta með afskráningu
sjávarútvegsfyrirtækjanna af hlutabréfamarkaði og uppkaupum á hlutabréfum af
óvinveittum  fjárfestum á háu verði.Afleiðing þessa varð
yfirskuldsetning viðkomandi fyrirtækja með öllum þeim vandamálum sem því
fylgir.

Lífeyrissjóðirnir státa af 9% raunávöxtun síðustu ára sem verður að teljast
mög gott. Stór hluti eignasafns þeirra er nú í erlendum eignum og vandséð
hvar þeir geti komið fjármunum sjóðsfélagana í sambærilega ávöxtun á Íslandi
á næstu árum.  Einna helst gæti það orðið með innkomu inn í
útflutningatvinnugreinarnar og þá helst sjávarútveginn.  Hvernig
lífeyrissjóðirnir eiga að vinna sér traust aftur eftir allt það sem undan er
gengið verður flókið að vinna úr.Það er nú þannig að "brennt
barn forðast eldinn"



                                            Róbert Guðfinnsson

Athugasemdir

19.apríl 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst