Nýbygging Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar vígð
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 14.10.2009 | 12:00 | | Lestrar 1193 | Athugasemdir ( )
Ný viðbygging Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar var vígð í gær við hátíðlega viðhöfn að viðstöddu fjölmenni.
Árið 2007 undirritaði þáverandi Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra Siv Friðleifsdóttir verksamning við byggingarfélagið Berg ehf. um viðbyggingu við húsnæði Heilsugæslunnar.
Viðbyggingin, sem er austan við aðalbygginguna er liðlega 1000 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum.
Í viðbyggingunni verður heilsugæslustöð Siglufjarðar, en hún hefur fram til þessa verið í gömlu sjúkrahúsbyggingunni í óhentugu húsnæði. Á neðri hæð hússins er aðalinngangur heilsugæslustöðvar og sjúkrahúss. Þar er einnig aðkoma fyrir sjúkrabíl og slysastofa. Í nýbyggingunni er einnig biðstofa sjúklinga, hluti sameiginlegrar setustofu og borðsalar starfsfólks heilsugæslu- og sjúkrahúss, ásamt almennum þjónusturýmum. Skrifstofur og skoðunarstofur lækna og hjúkrunarfræðinga eru flestar á neðri hæð. Á efri hæðinni eru fjögur legurými, fundarsalur, skrifstofur yfirstjórnar, setustofa og matsalur fyrir vistfólk.
Athöfnin hófst með því að Regína Guðlaugsdóttir og Birgitta Guðlaugsdóttir afhjúpuðu listaverk til minningar um bróður þeirra Birgir Guðlaugsson byggingarmeistara, sem fæddist á Siglufirði 28. apríl 1941. Hann lést 26. nóvember 2007. Ólafur Gíslason listfræðingur aðstoðaði við val á verki og komu tveir listamenn til greina, þeir Gretar Reynisson og Guðjón Ketilsson. Verkið Þorp eftir Guðjón Ketilsson varð að lokum fyrir valinu. Verkið sýnir fimm hús, og var í upphafi hluti af stærra verki þar sem saman í þyrpingu voru 10 hús úr tré. Listasafn Íslands keypti fimm hús, hin fimm gáfu þær systur, Regína, Helena, Sonja og Birgitta Guðlaugsdætur Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar í gær. Listamaðurinn kom sjálfur og setti upp verkið þann 29. júlí síðastliðinn. Verkinu var komið fyrir í aðalinngangi sjúkrahússins og var systrum Birgis þökkuð hin veglega gjöf.
„Hús er það fyrsta sem við dveljum í, og það síðasta sem við dveljum í, áður en við yfirgefum þennan heim“, sagði Regína við afhendingu verksins.
Birgitta Guðlaugsdóttir fór með frumsamið ljóð í minningu bróður þeirra systra. (samið sem kveðja frá fjarverandi systrum)
„Ég kveðjuna sendi um langan veg
Og minningu í hjarta mér geymi
Um góðan dreng og segi því hér
Hann var besti bróðir í heimi“
Gitta
Verkið Þorpið eftir Guðjón Ketilsson
Sigurður Ægisson prestur blessaði bygginguna og sameinaði gesti í bæn.
Elín Jónasdóttir, fædd 16. maí 1908, er elsti Siglfirðingurinn eða 101 árs gömul. Elín vígði viðbygginguna með því að klippa á borðann með Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra. Ráðherrann skaut að blaðamanni „þau bitu vel“ (skærin)
Eftir að kippt hafði verið á borðann fóru gestir á aðra hæð nýbyggingarinnar og þáðu veitingar.
Sigurður Hlöðversson fulltrúi Framkvæmdasýslu ríkisins var fundarstjóri en fyrst tók til máls nýr heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir.
Í máli hennar kom fram að það mikilvægasta í þessari yfirstandandi kreppu er að verja störf, jafna kjör fremur en að segja upp fólki, og hlúa að þeim sem lægstu launin hafa. Skert þjónusta á ekki að stefna öryggi sjúklinga í hættu og alls ekki skerða þjónustu við börn, konur, aldraða, fatlaða og geðsjúka. Jafnframt að fylgjast með hvaða áhrif samdráttur hefur á ofangreinda hópa. Hagsmuni sjúklinga verður að hafa að leiðarljósi, ytri rammi skiptir vissulega máli en starfsfólk er ekki síður mikilvægt og að góð sátt og virðing ríki á vinnustað. Einnig verð allir að stefna að sama markmiði. Hún sagðist ennfremur hafa áhyggjur af málum á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, tveir starfsmenn heilbrigðisráðuneytis verð hér eftir, og fara ofan í kjölinn á þeim málum, sem deilur hafa snúist um. Álfheiður taldi mikilvægt að setja niður deilur og snúa sér að þeim verkum sem framundan eru, svo sem sameiningu stofnanna Fjallabyggðar. Jafnframt fannst henni mikilsvert að verða vitni að uppbyggingu á tímum niðurskurðar.
Næst tók til máls Konráð Baldvinsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar, hann fór yfir byggingarsögu eldri byggingar Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar, sem var vígð og tekin í notkun 15. desember árið 1966. Árið 2001 var gefin heimild til að byggja við og endurbæta húsið. Framkvæmdir voru í þremur áföngum og hefur tveimur af þremur verið lokið nú þegar. Fyrsti áfangi sem var endurnýjun á suðurhluta, hófst í desember árið 2002 og lauk 2006. Annar áfangi, nýbygging á tveimur hæðum, hófst um vorið 2007 og lauk 2008. Ekki hefur verið gengið frá því hvenær framkvæmdir við þriðja áfanga hefjast, sem er breyting á norður álmu. Viðbyggingin eru 1030 m2 og 3570 m3 og heildarkostnaðurinn var 470 milljónir. Um fyrsta og annan áfanga sá Byggingarfélagið Berg ehf. Aðrir sem komu að öðrum áfanga eru Helgi Hafliðason arkitekt, Lagnatækni ehf, Rafhönnun hf & Almenna Verkfræðistofan. Helgi Hafliðason arkitekt hefur haft umsjón með verkinu fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins og Heilbrigðisráðuneytið. Einnig tók Konráð fram að deildum hefði ekki verið lokað á meðan á framkvæmdum stóð, og iðnaðarmennirnir orðnir eins og hluti af vistmönnum. Ástæðan fyrir framkvæmdunum í byrjun var fyrirhugðu sameining Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í byggðarfélagið Fjallabyggð. Fimm heilbrigðisráðherrar hafa gegnt starfi síðan framkvæmdir hófust, þar af tvær konur, þær Siv Friðleifsdóttir og nú Álfheiður Ingadóttir, voru þær báðar viðstaddar vígsluna. Að lokum þakkaði Konráð iðnaðarmönnum, starfsfólki stofnunarinnar og öðrum þeim sem hafa komið að byggingu hússins.
Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæjarstjórnar talaði fyrir hönd Bæjarstjórnar og íbúa Fjallabyggðar, og sagði að vel búin heilsugæsla yki öryggi íbúa og farsæll rekstur væri okkur öllum til góðs. Hann notaði tækifærið og skaut að Heilbrigðisráðherra, hvort við fengum ekki örugglega nægilegt fjármagn til að reka þessa stofnun af myndarskap.
Siglfirðingarnir Siv Friðleifsdóttir & Birkir Jón Jónsson
Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins bar gestum kveðju frá öðrum þingmönnum í Norðausturkjördæmi. Hann tók fram að á stofnuninni ynni frábært starfsfólk ómetanlegt starf. Hann benti líka á mikilvægi þess að hér verði rekin öflug heilbrigðisstofnun sem við þurfum öll á að halda á lífsleiðinni.
Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmis greindi frá því að líf ráðherra væri nú ekki alltaf dans á rósum. Hún velti fyrir sér hvort eðlilegt mætti teljast að heilbrigðisráðherra væri orðinn sérfræðingur í því að skipta úr jarðvegi í frosti eða hvernig ætti að þjappa að sökklum, en ýmislegt slíkt gekk á í hennar ráðherratíð. Hún sagði að verkið hefði gengið vel vegna stuðnings heimamanna, Konráðs og forystu bæjarins á þeim tíma, Bæjarstjóra og bæjarfulltrúa en, verkið byggðist á samvinnu margar aðila. Henni þótti afar vænt um þegar systurnar afhentu minnisvarðann um Birgir Guðlaugsson. En hann gekk í öll störf að hennar sögn og á mikinn heiður skilinn.
Siv tók undir orð Álfheiðar Ingadóttur um mikilvægi þess að horfa fram á veginn, ekki velt sér upp úr núningi innandyra og gleyma því liðna. Hún treystir því að fólk taki nú höndum saman um að gera þessa stofnun glæsilega og horfa ekki til baka.
Næstur tók til máls Kristján Lúðvík Möller. Hann sagði að stærsti flokkur á alþingi væri Þingflokkur Siglfirðinga, sem í eru 14. Ef menn eru ekki svo heppnir að vera Siglfirðingar þá er næst best að vera tengdadóttir eða tengdasonur Siglfirðings, eins og nýkjörinn heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir en með henni eru 15 í flokknum. Fram kom í máli Kristjáns að Laugarvegurinn í Siglufirði er gata þingmanna en, 6 þingmanna tengjast honum. Kristján óskaði Siglfirðingum til hamingju með stofnunina og bað fundargesti að horfa fram á veginn.
Konráð Baldvinsson átti lokaorðin og Þakkaði fyrir góðar óskir og öllum viðstöddum fyrir komuna.
Fleiri myndir HÉR
Siv Friðleifsdóttir sendi okkur líka tengil á sínar myndir . Myndir HÉR & HÉR
Árið 2007 undirritaði þáverandi Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra Siv Friðleifsdóttir verksamning við byggingarfélagið Berg ehf. um viðbyggingu við húsnæði Heilsugæslunnar.
Viðbyggingin, sem er austan við aðalbygginguna er liðlega 1000 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum.
Í viðbyggingunni verður heilsugæslustöð Siglufjarðar, en hún hefur fram til þessa verið í gömlu sjúkrahúsbyggingunni í óhentugu húsnæði. Á neðri hæð hússins er aðalinngangur heilsugæslustöðvar og sjúkrahúss. Þar er einnig aðkoma fyrir sjúkrabíl og slysastofa. Í nýbyggingunni er einnig biðstofa sjúklinga, hluti sameiginlegrar setustofu og borðsalar starfsfólks heilsugæslu- og sjúkrahúss, ásamt almennum þjónusturýmum. Skrifstofur og skoðunarstofur lækna og hjúkrunarfræðinga eru flestar á neðri hæð. Á efri hæðinni eru fjögur legurými, fundarsalur, skrifstofur yfirstjórnar, setustofa og matsalur fyrir vistfólk.
Athöfnin hófst með því að Regína Guðlaugsdóttir og Birgitta Guðlaugsdóttir afhjúpuðu listaverk til minningar um bróður þeirra Birgir Guðlaugsson byggingarmeistara, sem fæddist á Siglufirði 28. apríl 1941. Hann lést 26. nóvember 2007. Ólafur Gíslason listfræðingur aðstoðaði við val á verki og komu tveir listamenn til greina, þeir Gretar Reynisson og Guðjón Ketilsson. Verkið Þorp eftir Guðjón Ketilsson varð að lokum fyrir valinu. Verkið sýnir fimm hús, og var í upphafi hluti af stærra verki þar sem saman í þyrpingu voru 10 hús úr tré. Listasafn Íslands keypti fimm hús, hin fimm gáfu þær systur, Regína, Helena, Sonja og Birgitta Guðlaugsdætur Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar í gær. Listamaðurinn kom sjálfur og setti upp verkið þann 29. júlí síðastliðinn. Verkinu var komið fyrir í aðalinngangi sjúkrahússins og var systrum Birgis þökkuð hin veglega gjöf.
„Hús er það fyrsta sem við dveljum í, og það síðasta sem við dveljum í, áður en við yfirgefum þennan heim“, sagði Regína við afhendingu verksins.
Birgitta Guðlaugsdóttir fór með frumsamið ljóð í minningu bróður þeirra systra. (samið sem kveðja frá fjarverandi systrum)
„Ég kveðjuna sendi um langan veg
Og minningu í hjarta mér geymi
Um góðan dreng og segi því hér
Hann var besti bróðir í heimi“
Gitta
Verkið Þorpið eftir Guðjón Ketilsson
Sigurður Ægisson prestur blessaði bygginguna og sameinaði gesti í bæn.
Elín Jónasdóttir, fædd 16. maí 1908, er elsti Siglfirðingurinn eða 101 árs gömul. Elín vígði viðbygginguna með því að klippa á borðann með Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra. Ráðherrann skaut að blaðamanni „þau bitu vel“ (skærin)
Eftir að kippt hafði verið á borðann fóru gestir á aðra hæð nýbyggingarinnar og þáðu veitingar.
Sigurður Hlöðversson fulltrúi Framkvæmdasýslu ríkisins var fundarstjóri en fyrst tók til máls nýr heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir.
Í máli hennar kom fram að það mikilvægasta í þessari yfirstandandi kreppu er að verja störf, jafna kjör fremur en að segja upp fólki, og hlúa að þeim sem lægstu launin hafa. Skert þjónusta á ekki að stefna öryggi sjúklinga í hættu og alls ekki skerða þjónustu við börn, konur, aldraða, fatlaða og geðsjúka. Jafnframt að fylgjast með hvaða áhrif samdráttur hefur á ofangreinda hópa. Hagsmuni sjúklinga verður að hafa að leiðarljósi, ytri rammi skiptir vissulega máli en starfsfólk er ekki síður mikilvægt og að góð sátt og virðing ríki á vinnustað. Einnig verð allir að stefna að sama markmiði. Hún sagðist ennfremur hafa áhyggjur af málum á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, tveir starfsmenn heilbrigðisráðuneytis verð hér eftir, og fara ofan í kjölinn á þeim málum, sem deilur hafa snúist um. Álfheiður taldi mikilvægt að setja niður deilur og snúa sér að þeim verkum sem framundan eru, svo sem sameiningu stofnanna Fjallabyggðar. Jafnframt fannst henni mikilsvert að verða vitni að uppbyggingu á tímum niðurskurðar.
Næst tók til máls Konráð Baldvinsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar, hann fór yfir byggingarsögu eldri byggingar Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar, sem var vígð og tekin í notkun 15. desember árið 1966. Árið 2001 var gefin heimild til að byggja við og endurbæta húsið. Framkvæmdir voru í þremur áföngum og hefur tveimur af þremur verið lokið nú þegar. Fyrsti áfangi sem var endurnýjun á suðurhluta, hófst í desember árið 2002 og lauk 2006. Annar áfangi, nýbygging á tveimur hæðum, hófst um vorið 2007 og lauk 2008. Ekki hefur verið gengið frá því hvenær framkvæmdir við þriðja áfanga hefjast, sem er breyting á norður álmu. Viðbyggingin eru 1030 m2 og 3570 m3 og heildarkostnaðurinn var 470 milljónir. Um fyrsta og annan áfanga sá Byggingarfélagið Berg ehf. Aðrir sem komu að öðrum áfanga eru Helgi Hafliðason arkitekt, Lagnatækni ehf, Rafhönnun hf & Almenna Verkfræðistofan. Helgi Hafliðason arkitekt hefur haft umsjón með verkinu fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins og Heilbrigðisráðuneytið. Einnig tók Konráð fram að deildum hefði ekki verið lokað á meðan á framkvæmdum stóð, og iðnaðarmennirnir orðnir eins og hluti af vistmönnum. Ástæðan fyrir framkvæmdunum í byrjun var fyrirhugðu sameining Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í byggðarfélagið Fjallabyggð. Fimm heilbrigðisráðherrar hafa gegnt starfi síðan framkvæmdir hófust, þar af tvær konur, þær Siv Friðleifsdóttir og nú Álfheiður Ingadóttir, voru þær báðar viðstaddar vígsluna. Að lokum þakkaði Konráð iðnaðarmönnum, starfsfólki stofnunarinnar og öðrum þeim sem hafa komið að byggingu hússins.
Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæjarstjórnar talaði fyrir hönd Bæjarstjórnar og íbúa Fjallabyggðar, og sagði að vel búin heilsugæsla yki öryggi íbúa og farsæll rekstur væri okkur öllum til góðs. Hann notaði tækifærið og skaut að Heilbrigðisráðherra, hvort við fengum ekki örugglega nægilegt fjármagn til að reka þessa stofnun af myndarskap.
Siglfirðingarnir Siv Friðleifsdóttir & Birkir Jón Jónsson
Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins bar gestum kveðju frá öðrum þingmönnum í Norðausturkjördæmi. Hann tók fram að á stofnuninni ynni frábært starfsfólk ómetanlegt starf. Hann benti líka á mikilvægi þess að hér verði rekin öflug heilbrigðisstofnun sem við þurfum öll á að halda á lífsleiðinni.
Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmis greindi frá því að líf ráðherra væri nú ekki alltaf dans á rósum. Hún velti fyrir sér hvort eðlilegt mætti teljast að heilbrigðisráðherra væri orðinn sérfræðingur í því að skipta úr jarðvegi í frosti eða hvernig ætti að þjappa að sökklum, en ýmislegt slíkt gekk á í hennar ráðherratíð. Hún sagði að verkið hefði gengið vel vegna stuðnings heimamanna, Konráðs og forystu bæjarins á þeim tíma, Bæjarstjóra og bæjarfulltrúa en, verkið byggðist á samvinnu margar aðila. Henni þótti afar vænt um þegar systurnar afhentu minnisvarðann um Birgir Guðlaugsson. En hann gekk í öll störf að hennar sögn og á mikinn heiður skilinn.
Siv tók undir orð Álfheiðar Ingadóttur um mikilvægi þess að horfa fram á veginn, ekki velt sér upp úr núningi innandyra og gleyma því liðna. Hún treystir því að fólk taki nú höndum saman um að gera þessa stofnun glæsilega og horfa ekki til baka.
Næstur tók til máls Kristján Lúðvík Möller. Hann sagði að stærsti flokkur á alþingi væri Þingflokkur Siglfirðinga, sem í eru 14. Ef menn eru ekki svo heppnir að vera Siglfirðingar þá er næst best að vera tengdadóttir eða tengdasonur Siglfirðings, eins og nýkjörinn heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir en með henni eru 15 í flokknum. Fram kom í máli Kristjáns að Laugarvegurinn í Siglufirði er gata þingmanna en, 6 þingmanna tengjast honum. Kristján óskaði Siglfirðingum til hamingju með stofnunina og bað fundargesti að horfa fram á veginn.
Konráð Baldvinsson átti lokaorðin og Þakkaði fyrir góðar óskir og öllum viðstöddum fyrir komuna.
Fleiri myndir HÉR
Siv Friðleifsdóttir sendi okkur líka tengil á sínar myndir . Myndir HÉR & HÉR
Athugasemdir