Fótspor í sandi

Fótspor í sandi Mönnum er oft tíðrætt um hvað við eigum mikið af vel menntuðu ungu fólki sem framtíð landsins muni byggjast á.   Ég hef ekki talið

Fréttir

Fótspor í sandi

Róbert Guðfinnsson
Róbert Guðfinnsson

Mönnum er oft tíðrætt um hvað við eigum mikið af vel menntuðu ungu fólki sem framtíð landsins muni byggjast á.   Ég hef ekki talið mig meðal efasemndarmanna þegar þetta umræðuefni ber á góma.  Við lestur greinar Guðjóns Marinós Ólafssonar hér á Siglo.is í gær þá spyr ég sjálfan mig hvort að grein þessi sé rituð af menntuðum einstaklingi frá íslenskum háskóla. Greinin er full af rangfærslum, fákunnáttu og sleggjudómum.   Ekki örlar á lágmarks þekkingu á seinnitíma atvinnusögu landsins hvað þá að höfundur hafi tileinkað sér fagleg vinnubrögð.

 

Kvótakerfið var upphaflega sett á til að vernda fiskistofnana. Með tilkomu kvóta framsals þá varð til tæki til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í íslenskum sjávarútvegi.  Of mörg skip voru að veiða of lítinn afla hvert. Tilkostnaður við veiðarnar var of mikill og samkeppnishæfnin lítil. Við þessar aðstæður var svo  komið að erfitt var að manna fiskiskipaflotann vegna lélegra tekna.   Með úreldingu gamalla fiskiskipa og sameiningu veiðiheimilda urðu til einingar sem skiluðu jafnt áhöfn sem útgerð bættri afkomu.  Þetta gerði útgerðinni kleift að standa við skuldbyndingar sínar gagnvart illa stæðu íslensku bankakerfi.  Ef þessi hagræðing hefði ekki komið til þá hefði sjávarútvegurinn búið við verulega skerta samkeppnishæfni sem hefði leitt af sér stöðnun með ófyrirsjáanlegum afleiðinum.

 

Ég starfaði sem stjórnandi í Siglfirskum sjávarútvegi í vel á annan áratug í fyrirtæki sem hefur sýnt það gegnum árin að það er framsækið og trútt þeim samfélögum sem það vinnur í.   Ég kann því illa að vera kallaður “Böðull“ af handbendi afturhaldsafla sem á sama tíma hafa stundað niðurrif og komið sér áfram í stjórnmálum með neikvæðri umræðu og nagi en skilja ekki einu sinni eftir sig fótspor í sandi.  

 

                        Róbert  Guðfinnsson

 


Athugasemdir

19.apríl 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst