Enn og aftur til óþurftar!
Í fréttum RUV í gær var frétt frá svæðisútvarpinu um stofnun nýs banka á norðurlandi undir forystu Saga Capital. Aðrir fjölmiðlar höfðu síðan fréttina eftir Svæðisútvarpinu. Síðan þetta gerðist hafa aðstendendur viðkomandi keppst við að draga fréttina til baka. Engin fótur virðist vera fyrir fréttinni. Sennilega uppspuni frá rótum. Frétt eins og þessi sem virðist hafa verið illa unnin og lítt ígrunduð og hafa þann eina tilgang að skapa óróa og leiðindi. Fréttamaðurinn mun ekki hafa haft samband við viðkomandi aðila til upplýsingaröflunar.Sparisjóðir og Kaupfélög hafa verið og munu verða áfram þýðingarmiklir vinnuveitendur í mörgum byggðarlögum. Uppákoma eins og sú sem gerðist í gær með frétt Svæðisútvarpsins veldur óróa og óöryggi meðal starfsmanna og viðskiptavina. Það er ekki það sem viðkomandi byggðarlög þurfa á að halda á þessum umbrotatímum. Ef ætlunin er að reka Svæðisútvörp áfram þá er það lágmarkskrafa sem gerð er til þeirra að fagmennska sé höfð í fyrirrúmi.
Athugasemdir