Er fótboltavöllurinn á Hóli að skemmast?

Er fótboltavöllurinn á Hóli að skemmast? Þegar ég var búin að leggja hjólinu, dást að því og hugsa með mér hvað það væri nú rosalega "gott að eiga svona

Fréttir

Er fótboltavöllurinn á Hóli að skemmast?

Er fótboltavöllurinn á Hóli að skemmast?

 
Ég tók einn rúnt á hjólinu suður að Hóli.
 
Þegar ég var búin að leggja hjólinu, dást að því og hugsa með mér hvað það væri nú rosalega "gott að eiga svona mótorhjól" þá fór ég að virða völlinn sem eitt sinn var notaður fyrir fótbolta vel fyrir mér.
 
Ég get ekki séð betur en völlurinn sé stórskemmdur og eiginlega bara að verða hið ágætasta æfingasvæði fyrir sinubrunaæfingar. Ég veit ekki hvernig það verður fyrir pæjurnar á Pæjumótinu að spila á þessu? 
 
Ég hafði samband við Róbert Haralds og fékk upplýsingar hjá honum. Einnigi spurði ég hann út í hvort Pæjumótið yrði 
örugglega áfram á Sigló.
 
Þetta er svarið sem ég fékk frá Robba sem útskýrir margt í sambandi við völlinn að Hóli og Pæjumótið.
 
 Satt er það að völlurinn á Hóli lítur ekki vel út. Ástæðurnar eru nokkrar, til að byrja með voraði illa og snjórinn  er ný farinn af sumum svæðum og það var klaki undir snjónum sem veldur því að það koma slæmir blettir (kal) á svæðið. Það varð misskilningur í vor varðandi mokstur á svæðinu, en það hefði verið  gífurlega kostnaðarsamt að moka snjóinn af völlunum. Stutt er síðan hægt var að hefja vinnu á svæðinu.
Þar sem fótboltasvæðið á Hóli er varasvæði knattspyrnumanna, þá verður í framtíðinni meira lagt uppúr knattspyrnusvæðinu á Ólafsfirði. Mín persónulega skoðun er sú að það eigi að byggja upp eitt glæsilegt svæði á Ólafsfirði, frekar en að hafa tvö miðlungssvæði, það eru einfaldlega ekki til fjármagn til að reka tvö flott svæði. Held að við íbúar Fjallabyggðar þurfum að fara að átta okkur á því á fleiri sviðum :-) Hins vegar verður svæðinu á Hóli haldið við, þar verða stundaðar æfingar og að sjálfsögðu fer Pæjumótið fram á Siglufirði. Þó það sé freistandi að færa mótið yfir á Ólafsfjörð þar sem öll aðstaða er til staðar, þá gæti það skaðað mótið og við viljum ekki taka áhættu á því. Það er verið að vinna við svæðið á Hóli (gata, sá, vökva o.fl.) þessa dagana. Flestir, ef ekki allir leikir allra flokka munu fara fram á Ólafsfjarðarvelli, aðalvelli knattspyrnumanna í Fjallabyggð. Við knattspyrnumenn erum stolt af svæðinu okkar á Ólafsfirði og sjáum fyrir okkur enn frekari uppbyggingu á því svæði, á meðan Hólssvæðinu verður haldið við svo æfingar og Pæjumótið geti farið þar fram árlega.

Við þökkum Robba kærlega fyrir gott svar.
holl

JHB_2013.06.26_

JHB_2013.06.26_

JHB_2013.06.26_

JHB_2013.06.26_

JHB_2013.06.26_

Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst