Er svæðisútvarpið til óþurftar ?
Með auknum halla á fjárlögum og minnkun auglýsingatekna RÚV liggur fyrir að ríkisvaldið verður að gæta aðhalds og velta fyrir sér hverri krónu sem úr kassanum fer. Það gleymist stundum að íslendingar eru ekki nema rúmlega þrjú hundruð þúsund. Lítil þjóð sem öll talar sama tungumál og hefur sömu menningu. Það er því ekki mikli þörf á aðgreiningu í gegnum ríkisfjölmiðla.
Fjölmiðlun hefur breyst mikið á undanförnum árum. Flestir hafa aðgang að tölvum og lesa fréttir og fylgjast með því sem er að gerast í kringum þá í gegnum hina nýju netmiðla. Aukin hraði á netsamböndum gerir almenningi kleift að horfa á myndbönd og fréttaskot í tölvunni. Með þessum hætti berast fréttir mun hraðar og með minni tilkostnaði til almennings en með gömlu svæðisútvörpunum. Litlu staðbundnu netmiðlarnir fá mikið um eitt til þrjú þúsund heimsóknir á dag. Þeir eru nær fólkinu í viðkomandi bæjarfélögum og eiga alla möguleika á að gefa betri innsýn í viðkomandi bæjarlíf.
Neikvæðni hefur oft verið einkenni frétta frá Fjallabyggð í Svæðisútvarpi Norðurlands. Fréttamenn svæðisútvarpsins hafa helst lagt leið sína til Fjallabyggðar ef þeir hafa fengið upphringingar eða fréttir af neikvæðum atburðum. Framsetning fréttanna hefur oft verið þannig að ímynd samfélagsins hefur hlotið skaða af. Út frá þessu má því leggja að betra sé að styðja við litla staðbundna netmiðla og halda frekar í innlenda dagskrágerð Ríkisútvarps Sjónvarps í Reykjavík.
Athugasemdir