Eru þetta frændur hans Noels
sksiglo.is | Rebel | 17.02.2016 | 00:09 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1508 | Athugasemdir ( )
Þegar Herdís Guðmundsdóttir kom til mín og sýndi mér myndir af drengjum sem tjölduðu hér síðustu nótt datt mér strax í hug að þetta væru frændur hans Noels, áttavilta ferðalangsins frá U.S.A.
Að tjalda á Siglufirði svona rétt yfir há-skaðræðistímann er ekki fyrir neina aukvisa. En þess má geta svona í framhjáhlaupi að Herdís er dóttir Guðmundar Pálssonar sem er sonur Páls Pálssonar og Herdísar Guðmundsdóttur.
Að tjalda á Siglufirði svona rétt yfir há-skaðræðistímann er ekki fyrir neina aukvisa. En þess má geta svona í framhjáhlaupi að Herdís er dóttir Guðmundar Pálssonar sem er sonur Páls Pálssonar og Herdísar Guðmundsdóttur.
En allavega rákust Herdís og sonur hennar hann Guðmundur Róbert á tjaldferðalanga á Sigló í gær. Ég fékk leyfi hjá Herdísi til að setja inn á vefinn textann hennar og myndir.
Textinn sem ég fékk hjá Herdísi og stendur á facebook síðu hennar er hér fyrir neðan.
"Ég og Guðmundur Róbert sáum ferðamennskuna á Siglufirði ná "nýjum hæðum" í morgun þegar við rákumst á tvo vini frá Mexíkó í tjaldútilegu. Hér var ófærðin og rokið það mikið að ekki var unnt að halda uppi hefðbundnu skólahaldi í dag. Þrátt fyrir brjálaða veðurspá, svell og margra metra háa snjóruðninga tókst þessum ferðalöngum að finna sér "tjaldstæði". Tjaldið fauk að vísu tvisvar í nótt, sem betur fer að þeirra sögn, annars hefðu þeir ekki séð glitta í norðurljós í fyrsta skipti á ævinni. Að lokum tókst þeim að festa tjaldið niður öðru megin með vatni og láta það frjósa en krækja því hinum megin í þungan ruslagám. Það fannst þeim skárri kostur en að festa tjaldið í ruslabíl skammt frá sem hefði getað farið af stað í morgun. Stefnan var svo að húkka bíl til Varmahlíðar í dag.....sýndist þeir reyndar ætla að arka í þveröfuga átt út úr bænum!"
Hér eru ferðalangarnir 2 og Guðmundur Róbert að spjalla við þá. Guðmundur Róbert er lengst til hægri á mynd.
Já ef þetta er ekki akkúrat rétti tíminn til að vera í tjaldferðalagi um norðurlandið og þá sérstaklega Tröllaskagann þá veit ég bara ekki hvað. Hingað á Siglufjörð flykkjast skíðaáhugamenn og áhugamenn um allskonar snjósport í massavís og svo poppa upp 2 vaskir ferðalangar frá Mexíkó og leita sér að tjaldsvæði…….
Magnaðir drengir hér á ferð.
Ég sé hins vegar fyrir mér að það væri stórsniðugt fyrir Egil Skarðsprins og í raun auknir tekjumöguleikar á annars alveg hreint lang bezta skíðasvæði landsins að gera snjó-tjaldsvæði upp í Skarði. Skíða og snjótjaldsvæðispassi á einu bretti væri eitthvað sem væri alveg virkilega spennandi fyrir örfáa aðila.
Magnaðir drengir hér á ferð.
Ég sé hins vegar fyrir mér að það væri stórsniðugt fyrir Egil Skarðsprins og í raun auknir tekjumöguleikar á annars alveg hreint lang bezta skíðasvæði landsins að gera snjó-tjaldsvæði upp í Skarði. Skíða og snjótjaldsvæðispassi á einu bretti væri eitthvað sem væri alveg virkilega spennandi fyrir örfáa aðila.
Athugasemdir