Mikil er dýrð himinsins
Glitský myndast gjarnan í um 15 - 30 km hæð, þegar
óvenjukalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C), og eru úr
ískristöllum sem brjóta sólarljósið og mynda hina miklu litadýrð.
Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu og eru
mjög greinileg þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð. Glitský
sjást yfirleitt árlega einhverstaðar á Norðurlandi en síðast voru
glitský mynduð á Siglufirði nákvæmlega fyrir þremur árum, 27. desember
2008.
Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er
innan á sumum skeljum (s.n. ,,perlu-móður''-lag í perluskeljum) og eru
þau í ýmsum tungumálum því nefnd perlumóðurský – pearl-of-mother-cloud.
Texti á inngangi og fjórar fyrstu myndir: GJS
Texti á innihaldi og tvær síðustu myndir: ÖK
Athugasemdir