Feikifjör og flott mæting á Karlakvöld kótelettujaxlanna

Feikifjör og flott mæting á Karlakvöld kótelettujaxlanna Árlegt Herrakvöld Kótelettufélags togarajaxla var haldið síðasta fimmtudag, en um 150 eldhressir

Fréttir

Feikifjör og flott mæting á Karlakvöld kótelettujaxlanna

Kótilettukvöldið
Kótilettukvöldið

Árlegt Herrakvöld Kótelettufélags togarajaxla var haldið síðasta fimmtudag, en um 150 eldhressir herramenn mættu á Tuttugustu hæðina í Turninum Kópavogi.

Kótelettufélag togarajaxla er dótturfélag Hafliðafélagsins SI2 - Stóð til að vera með veisluna á nítjándu hæðinni í Turninum en hún var of lítil og þurfti því að færa veisluna upp um eina eða á þá tuttugustu. Þetta var alveg frábær skemmtun og runnu lúbarðar ófituskornarnar eðalkótelettur vel niður með smjöri, steiktum lauk í mikilli fitu, Ora baunum, rabbarbarasultu og Ora rauðkáli, allar þessar kótelettur voru steiktar með OXAN raspi.

Þegar flestar þessar myndir voru teknar voru menn að slátra eftirréttinum ,,nýuppteknir'' Cokteilávextir úr dós frá Libbys ásamt rjómaís og allt með þeyttum rjóma. Alveg eins og í gamla daga.

 Herrakvöld Kótilettujaxla

Eins og sjá má á þessum myndum fengum við góðan gest, engan annan en forsætisráðherrann okkar Sigmund Davíð og landbúnaðarráðherrann Sigurð Inga í heimsókn. Við þökkum fyrir okkur. Nú heldur Hafliðafélagið áfram að láta smíða fleiri líkön af íslenskum síðutogurum og halda sögunni gangandi og verðum við með fréttir af því verkefni síðar - Þetta er klárlega komið til að vera - Aftur, takk fyrir okkur.

Herrakvöld Kótilettujaxla

Herrakvöld Kótilettujaxla

Fleiri myndir frá Birgi Ingimars hér.


F.h. Kótelettufélags togarajaxla

Myndir og texti: Birgir Ingimarsson


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst