Félagar úr Ritlistarhópi Kópavogs lesa á Ljóðasetrinu á morgun
sksiglo.is | Almennt | 03.07.2014 | 22:07 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 215 | Athugasemdir ( )
Innsent efni.
Fjögur skáld úr hópnum munu lesa úr
verkum sínum í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði föstudaginn 4. júlí kl. 16.00.
Ritlistarhópurinn varð til árið 1995
þegar efnt var til upplesturs skálda úr Kópavogi og kom þá í ljós mikill fjöldi skálda í bænum.
Upplestrar á vegum Ritlistarhópsins voru haldnir um árabil á hverjum fimmtudegi í kaffistofu Gerðarsafns. Síðan hafa þeir
verið óreglulegir og á ýmsum stöðum s.s. kaffihúsum bæjarins.
Ritlistarhópur Kópavogs hefur gefið út fjórar ljóðabækur, Glugga árið 1996 (sú bók er alveg uppseld), Ljósmál árið 1997 í samvinnu við ljósmyndara úr Kópavogi, Sköpun, ljóð og myndverk árið 2001 og síðast Í augsýn, 2009. Með síðustu bókinni fylgir diskur með upplestri skáldanna.
Skáldin sem nú leggja leið sína norður í land eru þau Eyvindur P. Eiríksson, Eyþór Rafn Gissurarson, Hrafn Andrés Harðarson og Sigríður Helga Sverrisdóttir.
Mynd við umfjöllun fengin af vef Ljóðaseturs Íslands.
Athugasemdir