FÉLAGSMIÐSTÖÐIN NEON Í NÝTT HÚSNÆÐI

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN NEON Í NÝTT HÚSNÆÐI Í framhaldi af bókun bæjarráðs frá 26.05.2015 um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Neon, auglýsti Fjallabyggð eftir

Fréttir

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN NEON Í NÝTT HÚSNÆÐI

Lækjargata 8 (áður Billinn)
Lækjargata 8 (áður Billinn)

Í framhaldi af bókun bæjarráðs frá 26.05.2015 um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Neon, auglýsti Fjallabyggð eftir hentugu leiguhúsnæði fyrir starfsemina frá og með 1. september nk.

Eitt svar barst við auglýsingunni frá eigendum að Lækjargötu 8, neðri hæð, sem áður hýsti starfsemi veitingarstaðarins Billans. Húsnæðið er 202 fermetrar að grunnfleti og hentar skipulag húsnæðisins ágætlega fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Starfsemi félagsmiðstöðvar hefur áður verið í þessu húsnæði því félagsmiðstöðin Æskó, Siglufirði, var með starfsemi sína í þessu húsnæði á árnum 2000 til 2003. 

Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon síðasta vetur fór fram í húsnæði Grunnskólans við Hlíðarveg, sem nú er selt, og í aðstöðu KF í vallarhúsinu í Ólafsfirði. Gert er ráð fyrir að öll starfsemi Neon fari nú fram í þessu nýja húsnæði næsta vetur. 

Á fundi bæjarráðs þann 14. júlí var lagður fram leigusamningur til eins árs og samþykkti bæjarráð samninginn.

Frétt tekin frá heimasíðu Fjallabyggðar


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst