Ferguson ósáttur við leikjaniðurröðunina.
mbl.is | Íþróttir | 10.11.2008 | 09:01 | | Lestrar 160 | Athugasemdir ( )
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United kennir leikjaniðurröðinni um að liði hafi hefur ekki vegnað sem skildi í ensku úrvalsdeildinni.
Fergson segir að leikjaniðurrröðunin sé fötluð en United hefur jafnað þurft að spila á útvelli eftir leiki liðsins í
Meistaradeildinni. ,,Menn segja að deildin sé ekki fötluð en hún er það. Í hvert skipti eftir Evrópuleik eigum við útileik í
deildinni. Við höfum mætt öllum tíu efstu liðunum á útvelli á fyrri hluta tímabilsins svo það gefur augaleið að
þetta hefur haft áhrif á gengi liðsins,“ segir Ferguson. United hefur aðeins hlotið eitt stig gegn stóru liðunum en meistararnir töpuðu fyrir
Liverpool og Arsenal en náðu jafntefli gegn Chelsea. Þrátt fyrir að vera í fjórða sætinu, átta stigum á eftir toppliðum Chelsea
og Liverpool, er Ferguson ekki búinn að játa sig sigraðan. ,,Ef okkur tekst að fikra okkur nær efstu liðunum þegar líður að
áramótunum þá eigum við góða möguleika á titlinum,“ segir Ferguson sem hefur hampað Englandsmeistaratitlinum með Manchester United
tíu sinnum þau 22 ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu.
Athugasemdir