Fiddlebox - Tónleikar á Kaffi Rauðku

Fiddlebox - Tónleikar á Kaffi Rauðku Fiddlebox eru George Whitfield á harmónikku/söngur og Helen Adam á fiðlu/söngur. Ásamt Steingrími Guðmundssyni

Fréttir

Fiddlebox - Tónleikar á Kaffi Rauðku

Fiddlebox eru George Whitfield á harmónikku/söngur og Helen Adam á fiðlu/söngur. Ásamt Steingrími Guðmundssyni trommuleikara.

Dúttinn hefur starfað síðan 2002 og hefur þetta langa samstarf gert þeim kleift að þróa sérstakan tónlistar stíl með blöndu af mismunandi áhrifum frá Klezmer, Rokki, Classical, Celtic og Velskri tónlist ásamt Blues og Bluegrass. Síðustu misseri hafa þau verið að útsetja tónlist úr íslensku handritunum í samstarfi við Steingrím Guðmundsson slagverksleikara. Þannig að það má sönnu segja að fjölbreytileiki verði í hávegum hafður í flutningi hópsins.

George Whitfield hefur spilað og tekið upp með mörgum hljómsveitum og listamönnum. Þar á meðal Peter Sarstedt, Roy Bailey, Pressgang og outcast Band. Hann hefur víða farið í tónleikaferðir frá Moldavíu til Bandaríkjanna og hefur komið fram á hátíðum eins og Dranouter (Belgíu), Jubeck (Þýskalandi), SXSW (USA), Glastonbury (UK) og Cropredy (UK).

Helen Adam atvinnu tónlistarmaður sem kennir, heldur námskeið víða og semur tónlist. Hennar helstu hlóðfæri eru fiðla, píanó og rödd. Hún er klassískt þjálfuð en hefur einnig eytt mörgum árum í að rannsaka ýmsar þjóðlegar hefðir í tónlist, sérstaklega Klezmer og Velskar hefðir. Ásamt því að leika í Fiddlebox leikur Helen einnig í Klezmer hljómsveitinni, "Klatsh", sem koma fram á gyðingum samkomum og hátíðum víða á Bretlandi.


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst