Fiskbúð Fjallabyggðar

Fiskbúð Fjallabyggðar Þann 16. júní síðastliðinn opnuðu þau Hákon Sæmundsson og Valgerður Þorsteinsdóttir Fiskbúð Fjallabyggðar í sama húsnæði og Fiskbúð

Fréttir

Fiskbúð Fjallabyggðar

Þann 16. júní síðastliðinn opnuðu þau Hákon Sæmundsson og Valgerður Þorsteinsdóttir Fiskbúð Fjallabyggðar í sama húsnæði og Fiskbúð Siglufjarðar hefur verið starfrækt í í fjölda ára.

fiskbudin

Valgerður er frá Ólafsfirði en Hákon á ættir að rekja til Siglufjarðar og því væri tilvalið fyrir alla, bæði Ólafsfirðinga og Siglfirðinga að stoppa við í Fiskbúðinni og spyrja þau nánar út í ættfræðina og að sjálfsögðu að versla í leiðinni. Úrvalið af fisk og fiskréttum er eins og langbezt verður á kosið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Hér fyrir neðan má sjá aðeins lítið úrval af því sem boðið er upp á.

fiskbudin fiskbudin fiskbudin fiskbudin

Þau Hákon og Valgerður hafa tekið fiskbúðina alla í gegn, með dyggri aðstoð fjölskyldu og góðra vina og verður að segjast að það hafi tekist vægast sagt vel upp og húsnæðið orðið hið glæsilegasta.

Ég held að ég geti fyrir hönd allra í Fjallabyggð lýst yfir mikilli ánægju með að Fiskbúðin sé áfram á sama stað við Aðalgötuna.

Eysteinn í Fiskbúð Siglufjarðar stóð vaktina í tæp 40 ár og að sjálfsögðu þakka íbúar Fjallabyggðar Eysteini fyrir öll árin.


Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst