Fjallað um Pæjumótið á Pressunni

Fjallað um Pæjumótið á Pressunni Það var þó ekki verið að fjalla um allt það jákvæða sem gerðist á mótinu. Því miður virðast fréttir af því sem miður fer

Fréttir

Fjallað um Pæjumótið á Pressunni

Glaðar stúlkur á Pæjumóti
Glaðar stúlkur á Pæjumóti
Það var þó ekki verið að fjalla um allt það jákvæða sem gerðist á mótinu. Því miður virðast fréttir af því sem miður fer vekja meiri athygli en það sem gengur vel og er jákvætt.

Eins og búið er að fjalla um hér á vefnum þá lauk nýverið glæsilegu Pæjumóti sem gekk að mestu vel upp.

Því miður komu upp leiðindaatvik í leikjum stúlknaliðs 5.flokks Þróttar, þrír leikmenn liðsins slösuðust á mótinu eftir viðskipti sín við andstæðinga. Þar af viðbeinsbrotnaði  ein stúlkan mjög illa og önnur handleggsbrotnaði.

Foreldri stúlku úr liði Þróttar vakti máls á þessu á þessu á vefmiðlinum pressan.is. Í samtali við Pressuna kemur fram að hún hafi farið á fjölmörg knattspyrnumót í gegnum tíðina, en ekki orðið vitni að jafn grófum brotum og á þessu móti. Hún veltir fyrir sér hvort dagskipunin hjá þjálfurunum hafi verið að beita andstæðinginn bolabrögðum.

Hún tekur það þó skýrt fram í fréttinni að hún er alls ekki að tala um öll liðin.

Fréttina má lesa hér : Viðbeins- og handleggsbrot eftir Pæjumót 11 ára stúlkna: Var skipun að berja andstæðinginn?

Pressan hafði einnig samband við Róbert Haraldsson framkvæmdastjóra Pæjumótsins og sagði hann ummælin ómakleg og til þess fallin að skaða kvennaknattspyrnuna.

Róbert segir að það sé full langt gengið að segja að þjálfarar hafi vísvitandi hvatt leikmenn sína til að brjóta á andstæðingum sínum.

Fréttina má lesa hér: Framkvæmdastjóri Pæjumótsins: Ummæli Steinunnar ómakleg - Skaðar kvennaknattspyrnu

Það er vissulega leiðinlegt að svona atvik skuli koma upp og það er sjálfsagt að vekja máls á þeim eins og Steinunn hefur gert. Það er samt sorglegt að vita til þess að það þurfi svona atvik til þess að vekja athygli fjölmiðla á mótinu.







Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst