Fjallaskíðamót á vegum Skíðafélags Siglufjarðar
sksiglo.is | Almennt | 22.02.2014 | 10:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 267 | Athugasemdir ( )
Innsent efni.
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg mun halda fyrsta fjallaskíðamót landsins föstudaginn langa, 18. apríl 2014.
Mótið hefst í Fljótum og verður gengið frá Heljartröð yfir Siglufjarðarskarð í átt að Illvirðishnjúki, meðfram skíðasvæðinu í Skarðsdal og niður til Siglufjarðar.
Keppnisleiðin er krefjandi og því mikil áskorun fyrir þátttakendur. Einstök og óvænt verðlaun eru í boði fyrir keppendur í karla- og kvennaflokki.
Sjá nánari upplýsingar á mynd hér fyrir neðan.
Athugasemdir