Fjárhald og ekki fjárhald á Siglufirði

Fjárhald og ekki fjárhald á Siglufirði Fjárhald er nú loksins leift á Siglufirði eins og það hefur verið leyft  frá ómunatíð í Ólafsfirði, við búum jú

Fréttir

Fjárhald og ekki fjárhald á Siglufirði

Þetta kallast að lifa af náttúrinni
Þetta kallast að lifa af náttúrinni

Fjárhald er nú loksins leift á Siglufirði eins og það hefur verið leyft  frá ómunatíð í Ólafsfirði, við búum jú öll í Fjallabyggð eða hvað?

 

En nú skal upplýst að kindur sem hafa verið hér í firðinum eru búnar að vera hér þrátt fyrir að fjárhald hafi verið bannað hér svo lengi sem raun ber vitni og það hefur ekkert breyst þó fjárhald hafi verið leift enda er enginn með kindur á Siglufirði, allt það fé sem er hér,  kemur  úr Fljótum og ekki eru kindur  læsar eða eiga þær grei-in að finna það á sér að fjárhald sé bannað, en nú er það leyft,  sauðkindin lætur ekki rugla sig, enda veit hún hvar bezta grasið er ! enda er hún ekki læs!

Þetta  er ekkert vandamál í Ólafsfirði þar er bæjargirðing sem heldur öllum kindum frá byggðinni og þar eru fjárbændur með kindur í  húsum beint fyrir ofan bæinn og allt gengur vel, en komum aftur að Siglufirði þar er enginn girðing og að sjálfsögðu koma þær grei-in í skrúðgöngu um bæinn þegar allt er opið í safaríkagrasið (aðkomukindur).

Rétt skal vera rétt, það kostaði enga tugimilljóna að halda við fjárgirðingu á sínum tíma, þetta verk  var unnið af starfsmönnum  áhaldahús og kláruðu þeir það á 2 vikum, það skildi þó aldrei vera að þeir fjáreigendur sem kannski verða til á Siglufirði  sjái um viðhald á bæjargirðingunni og sjái um smölun á Siglufirði  sveitafélaginu að kostnaðarlausu, sú upphæð gæti verið um  1 milljón á ári sem sparast og kannski hærri og síðan þurfa landeigendur að leggja til gangnamenn ella borga þeir fjallskilaskatt til Fjallabyggðar en landeigendur hafa fengið girðingu til að halda aftur af sauðkindinni á kostnað skattborgarana  eða hvað,  smá innlegg í umræðu sem er á villigötum.

Góðar haustgöngur og  gott lambakjöt.

Egill Rögnvaldsson fjáreigandi  !ekki á Siglufirði!
 


Athugasemdir

05.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst