Fjögur stig í hús
sksiglo.is | Íþróttir | 07.02.2011 | 21:28 | Siglosport | Lestrar 678 | Athugasemdir ( )
Handboltakappar úr KS gerðu sér lítið fyrir og unnu Hött tvisvar sinnum um síðustu helgi en báðir leikirnir fóru fram í Íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði. Fyrri leikurinn fór fram á föstudagskvöldið, nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan seinni hálfleik sigu KS-ingar fram úr og endaði leikurinn 25-22.
Seinni leikurinn var svo leikinn á laugardeginum og vannst hann örugglega 30-20. Ef marka má heimasíðu HSÍ þá er KS komið með 6 stig og situr því í 3. sæti síns riðils.
Birkir svífur inní teiginn úr hraðaupphlaupi.
Oddbjörn lokaði markinu á köflum.
Róbert dómari við það að dæma leiktöf á Hött enda var vörnin þétt.
Ætli það hafi verið dæmd lína á Mark.
Kjartan stóð sig vel þrátt fyrir undarlegar stellingar á köflum.
Birgir gefur Björgvini ekkert eftir þegar hann dettur í stuð.
Mark búinn að setja upp í blokk fyrir Begga.
Athugasemdir